Notendaráð um málefni fatlaðs fólks á Akranesi
24. fundur
05. nóvember 2025 kl. 16:15 - 17:30
í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
- Halldór Jónsson aðalmaður
- Ólöf Guðmundsdóttir aðalmaður
- Ágústa Rósa Andrésdóttir aðalmaður
- Sólveig Salvör Sigurðardóttir aðalmaður
- Jóhanna Nína Karlsdóttir aðalmaður
- Sylvía Kristinsdóttir varamaður
Starfsmenn
- Sveinborg Kristjánsdóttir deildarstjóri farsældarþjónustu fullorðinna
- Björnfríður Björnsdóttir verkefnastjóri
- Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Fundargerð ritaði:
Sveinborg Kristjánsdóttir
sviðsstjóri Velferðar- og mannréttindaráðs
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2027-2029
2505217
Kynnt staða fjárhagsáætlunar 2026 sem varðar málaflokk fatlaðra hjá Akraneskaupstað.
Valgarður Lyngdal Jónsson forseti bæjarstjórnar kemur inn á fundinn og fer yfir stöðuna og svarar fyrirspurnum ráðsmanna.
Valgarður Lyngdal Jónsson forseti bæjarstjórnar kemur inn á fundinn og fer yfir stöðuna og svarar fyrirspurnum ráðsmanna.
Fundi slitið - kl. 17:30.






1.
Valgarður kynnti bókun 3607.fundar bæjarráðs þar sem gerð var grein fyrir töfum sem orðið hafa á gerð fjárhagsáætlunar 2026 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2027-2029. Þær eru til komnar vegna tafa sem orðið hafa hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á afgreiðslu áætlana um framlög sjóðsins m.a. vegna málefna fatlaðs fólks. Nú liggja þær upplýsingar fyrir og þær breytingar sem orðið hafa á úthlutunarreglum sjóðsins í kjölfar lagabreytinga hefðu í för með sér lækkað framlag til Akraneskaupstaðar vegna málaflokksins. Talsverðar umræður urðu um málið og ekki virðist með öllu ljóst hvað skýrir lækkun framlagsins en unnið er að greiningu málsins. Notendaráð hvetur til þess að velt verði við öllum steinum í málinu sem allra fyrst þannig að áætlanagerð verði sem vönduðust. Að því sögðu bvetur Notendaráðið til þess að kjörnir fulltrúar og embættismenn breyti þeirri umræðuhefð sem ríkir um fjárhagslegan hluta lögbundinnar þjónustu við fatlað fólk. Nú nær fimmtán árum eftir að málaflokkurinn færðist til sveiarfélaganna er hann, einn málaflokka lögbundinnar þjónustu sveitarfélaga, veginn og metinn í opinberri umræðu eftir tekjum og gjöldum. Sífelld og einsleit umræða um hallarekstur eins málaflokks umfram aðra er hvorki réttlætanleg né sæmandi.
2.
Valgarður kynnti stöðu mála vegna byggingar búsetuúrræðis fyrir fatlað fólk við Skógarlund en framkvæmdir hafa þar legið niðri í tæpt ár. Fram kom í máli Valgarðs að nú væru í gangi viðræður milli Akraneskaupstaðar, Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Arion banka, sem var viðskiptabanki Leigufélagsins Brúar hses sem hóf byggingu hússins. Í viðræðum milli áðurnefndra aðila er þess freistað að Akraneskaupstaður geti tekið verkið yfir og tryggt í framhaldinu að byggingu hússins verði lokið. Vonast er til þess að þessum viðræðum ljúki fljótlega. Rætt var um bókun frá 22.fundi Notendaráðs þar sem Kristinn Hallur Sveinsson, Einar Brandsson og Aníta Eir Einarsdóttir fulltúar í velferðar og mannréttindaráði tilkynntu Notendaráði að ekki yrði frekar aðhafst vegna Skógarlundar 42 heldur yrði leitað nýrrar lóðar undir íbúðakjarna. Valgarður sagði að ekki hefði verið aðhafst í því máli heldur beinist öll áhersla bæjarfélagsins að því að freista þess að ljúka samningum um Skógarlund 42. Fram kom að þrátt fyrir talsverðar viðræður væri ekki ljóst hver kostnaður Akraneskaupstaður yrði af þessari leið. Notendaráð lýsir yfir miklum og sárum vonbrigðum með að enn skuli málefni íbúðakjarna vera á byrjunarreit nú þegar um fimm ár eru liðin frá því að undirbúningur málsins hófst, þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð ráðsins. Af umræðum á fundinum má ráða að ekki hafi ennþá verið mótuð skýr stefna hjá kjörnum fulltrúum í málinu og það er að mati ráðsins með öllu óásættanlegt. Ráðið hvetur Bæjarstjórn Akraness til þess að ljúka málinu á allra næstu vikum og/eða leita nýrrar lóðar undir íbúðakjarna. Málið hefur valdið mikilli óvíssu og orðspor bæjarfélagsins í heild er verulega laskað. Úr því verður að bæta.
3.
Valgarður kynnti stöðu fjárhagsáætlunar næsta árs og framkvæmdaáætlun áranna 2027-2029. Hann tilkynnti að pólitísk samstaða væri í bæjarstjórn um að bygging Samfélagmiðstöðvar yrði boðin út síðla vetrar og að framvæmdir gætu því hafist á næsta ári. Á fjárhagsáætlun næsta árs er fjárveiting til þess að ljúka hönnun og gerð útboðsgagna. Fjárveiting vegna hluta bæjarfélagsins í byggingunni væri síðan á framkvæmdaáætlun áranna 2027 og 2028. Í umræðum á fundinum var farið yfir fyrri orð og efndir í málinu en Valgarður fullvissaði raðið að nú yrði ráðist í framkvæmdir. Notendaráð fagnar þessum fyrirætlunum og samstöðu bæjarstjórnar ekki síst í ljósi þess að nú líður að lokum kjörtímabilsins sem hefur orðið mjög mótdrægt málefnum fatlaðs fólks á Akranesi.
Valgarður Lyngdal Jónsson vék af fundi.
Notendaráð mun funda aftur á milli umræðna um fjárhags- og framkvæmdaáætlun og mun óska eftir aðkomu oddvita flokkanna þriggja í bæjarstjórn að þeim fundi.
Rætt var um fyrirhugaða heimsókn fulltrúa ÖBÍ réttindasamtaka til Akraness. ÖBÍ hefur óskað eftir því að hitta fulltrúa bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar og notendaráðs um málefni fatlaðs fólks á Akranesi í þeirri heimsókn. Stefnt er að fundi með ÖBÍ í næstu viku.