Fara í efni  

Menningarmálanefnd (2013-2014)

14. fundur 01. apríl 2014 kl. 17:00 - 19:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðríður Sigurjónsdóttir formaður
  • Sigríður Hrund Snorradóttir aðalmaður
  • Helga Kristín Björgólfsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Garðarsdóttir aðalmaður
  • Þorgeir Jósefsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Anna Leif Elídóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Anna Leif Elídóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Leikfélagið Skagaleikflokkurinn - 2014

1403212

Guðbjörg Árnadóttir kemur til fundar og fer yfir málefni Leikfélagsins Skagaleikflokksins. Guðbjörg Árnadóttir fór af fundi kl. 17:40.

2.Ársskýrslur Bókasafns Akraness og Héraðsskjalasafns Akraness fyrir árið 2013

1403205

Halldóra Jónsdóttir og Gerður Jóhannsdóttir komu kl. 17:40 af Bóka- og Héraðsskjalasafni Akraness, kynntu ársskýrslur sínar og sögðu frá starfsemi safnanna ásamt starfsemi Ljósmyndasafns Akraness. Ársskýrslurnar eru tiltækar á heimasíðum safnanna. Þær yfirgáfu fundinn kl. 18:15.

3.17. júní 2014

1403211

Nefndin ræddi undirbúning vegna þjóðhátíðardagsins. Ákveðið var að opna fyrir tilnefndinar á bæjarlistamanni á vef Akraneskaupstaðar. Opið verður fyrir tilnefningar frá 10. apríl til 15. maí 2014.

4.Bíóhöllin - samningur

1403190

Formanni og verkefnastjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

5.Kirkjuhvoll - starfsemi 2014

1305222

Verkefnastjóri kynnti stöðu mála.

6.Stefnumörkun í menningarmálum

1305137

Málinu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00