Fara í efni  

Menningarmálanefnd (2013-2014)

7. fundur 01. október 2013 kl. 16:30 - 18:15 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðríður Sigurjónsdóttir formaður
  • Björn Guðmundsson aðalmaður
  • Helga Kristín Björgólfsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Garðarsdóttir aðalmaður
  • Þorgeir Jósefsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Anna Leif Elídóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Anna Leif Elídóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Erindisbréf fyrir menningarmálanefnd - drög

1304175

Farið yfir drög að erindisbréfi nefndarinnar.

Nefndin fór yfir drög að erindisbréfi menningarmálanefndar Akraneskaupstaðar. Nefndin felur verkefnisstjóra að lagfæra drögin í samræmi við umræður á fundinum í samráði við framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs. Nefndin stefnir að því að afgreiða erindisbréfið á næsta fundi sínum.

2.Menningarverðlaun Akraneskaupstaðar 2013

1309004

Drög að reglum um menningarverðlaun Akraneskaupstaðar kynnt.

Nefndin fór yfir drögin. Verkefnstjóra falið að gera þær breytingar sem um var rætt á fundinum og senda bæjarráði reglurnar til samþykktar.

3.Vökudagar 2013

1309003

Drög að dagskrá Vökudaga kynnt. Þá fjallar nefndin um hvernig hægt sé að auka aðkomu ungs fólks að hátíðahöldum svo sem Vökudögum.
  • Verkefnisstjóri lagði fram drög að dagskrá Vökudaga. Nú þegar er dagskráin að verða þétt skipuð. Hægt er að skrá viðburði til 10. október 2013 hjá verkefnisstjóra.
  • Nefndin minnir á tillöguglugga vegna menningarverðlauna sem opinn er til 10. október 2013 á heimasíðu Akraneskaupstaðar.
  • Verkefnisstjóri lagði fram drög að bréfi sem senda á, á nemendafélög grunn- og framhaldsskóla á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit til að hvetja til þátttöku á Vökudögum.
  • Verkefnistjóra falið að hafa samband við menningar- og atvinnuþróunarnefnd Hvalfjarðarsveitar vegna Vökudaga.

4.Menningarmálanefnd - fjárhagsáætlun 2014

1309214

Drög að fjárhagsáætlun lögð fram.

Verkefnisstjóra og formanni falið að koma áherslum nefndarinnar á framfæri til bæjarstjóra.

Fundi slitið - kl. 18:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00