Fara í efni  

Menningarmálanefnd (2013-2014)

4. fundur 25. júní 2013 kl. 17:00 - 19:50 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðríður Sigurjónsdóttir formaður
  • Björn Guðmundsson aðalmaður
  • Hjördís Garðarsdóttir aðalmaður
  • Þorgeir Jósefsson aðalmaður
  • Helga Kristín Björgólfsdóttir varaformaður
  • Anna Leif Elídóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Anna Leif Elídóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Menningarmálanefnd - tilnefning

1303078

Kosning varaformanns.

Formaður leggur til að Helga Kristín Björgólfsdóttir verði kosin varaformaður. Samþykkt samhjóða.

2.Menningarmálanefnd - viðburðir á vegum Akraneskaupstaðar árið 2013

1301420

17. júní og samantekt starfshóps.

Dagskrá 17. júní fór vel fram í alla staði. Nefndin lýsir ánægju sinni með það hve vel tókst til að setja saman góða dagskrá með heimafólki, sérstaklega þátttöku unglinga bæjarins.

3.Menningarmálanefnd - viðburðir á vegum Akraneskaupstaðar árið 2013

1301420

Dagskrá írskra daga og kostnaðaráætlun.

Lagt fram. ÞJ harmar að ekki sé unnt að halda dagskrána á föstudagskvöldið á Akratorgi vegna fjárhagslegra ástæðna.

4.Menningarmálanefnd - viðburðir á vegum Akraneskaupstaðar árið 2013

1301420

Stöðugjald söluvagna á Írskum dögum árið 2013.

Lagðar fram reglur um stöðugjald söluvagna. Samþykkt að vísa reglunum til bæjarráðs til samþykktar.

5.Menningarmálanefnd - Samstarf við fyrirtæki og einstaklinga á viðburðum 2013.

1303083

Auglýsing vegna viðburða á 17. júní og Írskum dögum.

Bréf bæjarstjóra dagsett 12. júní 2013 lagt fram.

6.Kirkjuhvoll - ýmis málefni

1305222

Erindi Menningarmálanefndar sem lagt var fram á fundi bæjarráðs þann 14. júní 2013 virðist hafa verið misskilið og er misritað í fundargerð bæjarráðs. Bókun menningarmálanefndar frá fundi þann 4. júní 2013 var svohljóðandi: "Nefndin leggur til við bæjarráð að ráðinn verði inn starfsmaður í stað forstöðumanns Kirkjuhvols, sem sagt hefur upp störfum. Hlutverk hans verði að halda utan um listaverkasafn, ásamt verkefnum fyrir Ljósmyndasafn Akraness og Héraðskjalasafn Akraness. Starfsmaðurinn verði staðsettur á bókasafninu".
Nefndin lýsir furðu sinni yfir bókun bæjarráðs þar sem hugmynd nefndarinnar var ekki að ráða nýjan starfsmann til Kirkjuhvols heldur að ráðstafa stöðugildinu til að annast listaverkasafn Akraneskaupstaðar, auk verkefna á Héraðsskjalasafni Akraness og Ljósmyndasafni Akraness.

Næsti fundur áætlaður 6. ágúst 2013.

Fundi slitið - kl. 19:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00