Fara í efni  

Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)

45. fundur 20. febrúar 2006 kl. 17:00 - 18:15

45. fundur í menningarmála- og safnanefndar var haldinn mánudaginn 20. febrúar 2006 í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 17:00.


 Mættir voru:               Hrönn Ríkharðsdóttir, formaður

                                  Jón Gunnlaugsson

                                  Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir

                                  Sigríður Gróa Kristjánsdóttir

                                  Jósef Þorgeirsson.

 

Auk þeirra Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari, sem einnig ritaði fundargerð.


 

Fyrir tekið:

 

1.  Fyrirkomulag Írskra daga.  Viðræður við stjórn Markaðsráðs Akraness (MRA) og markaðs- og atvinnufulltrúa

Á fundinn mættu Guðrún Elsa Gunnarsdóttir formaður MA og markaðs- og atvinnufulltrúarnir þeir Tómas Guðmundsson og Björn Elíson.

Rætt var um hvort og þá hvernig MRA geti komið inn í fyrirkomulag og skipulagningu Írskra daga.  Ákveðið að fela markaðs- og atvinnufulltrúum að vinna áfram að þróun hugmynda sem fram komu á fundinum.

 

2.  Starfshópur um ljósmyndasafn.

Menningarmála- og safnanefnd samþykkir að óska eftir heimild bæjarstjórnar til að stofna til starfshóps sem hafi það verkefni að útbúa starfsreglur og samþykktir fyrir Ljósmyndasafn Akraness.

Ljósmyndasafnið var stofnað á árinu 2002 og hefur safninu borist mikið magn mynda. Um er að ræða myndir sem búið er að setja inn á vef þess svo og myndir sem eftir er að vinna úr. Menningarmála- og safnanefnd þykir eðlilegt og nauðsynlegt að á þessum tímamótum verði unnin heildstæð stefna fyrir safnið þar sem fram komi:

 

 • formlegar samþykktir fyrir safnið
 • hvers konar myndum verði safnað
 • hvernig safnið vilji taka við væntanlegum safnmunum
 • hvernig myndir verði settar fram, skráðar og varðveittar

 

Einnig er nauðsynlegt að ákveða hvernig skuli fara með höfundarrétt, verðskrá og annað sem starfshópurinn telur eðlilegt að fjalla um og taka með inn í starfið þegar af stað er farið.

Menningarmála- og safnanefnd leggur til að starfshópurinn verði skipaður þannig að bæjarstjórn Akraness tilnefni tvo aðila (þ.m.t. formann), menningarmála- og safnanefnd tilnefni einn aðila og að óskað verði eftir að Ljósmyndarafélag Íslands tilnefni einn aðila.

Forstöðumaður safnsins vinni með starfshópnum og skal tillögum skilað eigi síðar en 1. október 2006 til bæjarstjórnar.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:15.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00