Fara í efni  

Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)

43. fundur 28. desember 2005 kl. 18:00 - 19:20

43. fundur í menningarmála- og safnanefnd var haldinn miðvikudaginn 28. desember 2005 í fundarsal bæjarskrifstofu og hófst hann kl. 18:00.


 

Mættir voru:                    Hrönn Ríkharðsdóttir, formaður

                                       Sigríður Gróa Kristjánsdóttir

                                       Jósef H. Þorgeirsson

                                       Jón Gunnlaugsson

 

Auk þeirra Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari, sem einnig ritaði fundargerð.

 

Fyrir tekið:

 

1.  Tilkynning bæjarstjórnar um sjóð til kaupa á listaverkum.

Rætt um hvernig fjármununum verði varið við kaup á verkum og viðhaldi þeirra listaverka sem eru nú þegar í eigu bæjarins.  Samþykkt að unnið verði að stefnumótun í þeim málum á næstunni.

 

2.  Skipulag Héraðsskjalasafns, ákvörðun um fyrirkomulag.

Menningarmála- og safnanefnd leggur til við bæjarráð að starfsemi Héraðsskjalasafns verði fellt undir starfsemi Bókasafns Akraness og nauðsynlegar breytingar verði gerðar gagnvart starfsmannahaldi og stjórnfyrirkomulagi.  Bæjarritara falið að koma samþykktinni á framfæri við bæjarráð.

 

3.  Samstarfssamningur sveitarfélaga á Vesturlandi um menningarmál.

Upplýst var að bæjarritari er fulltrúi sveitarfélaga sunnan Skarðsheiðar í Menningarráði Vesturlands.  Samningurinn kynntur og ræddur ítarlega varðandi þá möguleika sem hann gefur til eflingar menningarlífs á Akranesi og Vesturlandi öllu.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:20.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00