Fara í efni  

Íþróttanefnd (2000-2002)

294. fundur 14. mars 2001 kl. 18:30 - 20:00
294. fundur íþróttanefndar var haldinn í íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum,  miðvikudaginn 14. mars 2001 og hófst hann kl. 18:30

Mættir voru: Ingibjörg Haraldsdóttir
Sævar Haukdal
Sigurður Haraldsson
Jóhanna Hallsdóttir
Fulltrúi ÍA: Sturlaugur Sturlaugsson
Íþróttafulltrúi:  Stefán Már Guðmundsson
 
Fyrir tekið:
1. Skipting á einni milljón sem Íþróttanefnd hefur til ráðstöfunar samkvæmt meðfylgjandi fylgiskjali. 
 
2. Bréf frá UMFÍ vegna Leiðtoganámskeiðs dags. 19.febrúar 2001. 
 
 Íþróttanefnd leggur til að 3 aðilar verði sendir á fyrirhugað námskeið í Stykkishólmi í lok apríl og verði skipt á þann veg að íþróttanefnd tilnefnir einn fulltrúa, Íþróttabandalag Akraness einn fulltrúa og æskulýðs- og félagsmálaráð einn fulltrúa. Akraneskaupstaður greiði fyrirhugað námskeiðsgjald.
 
3. Önnur mál.
  
a. Íþróttanefnd skorar á bæjarráð að leggja til fé til þess að klára nauðsynlegar lagfæringar á afgreiðslu og nauðsynlegar lagfæringar á öryggismálum í heitapotti Bjarnalaugar.
 
b. Bréf frá Sundfélagi Akraness, dags. 7.03.2001, þar sem sótt er um að halda ÍA- Esso sundmót frá hádegi föstudagsins 1.júní til sunnudagskvölds 3.júní. Farið er fram á afnot af sundlaug, félagsaðstöðu,stóra sal og eldhúsi. Lagt fram. Íþróttanefnd samþykkir erindið.
 
c. Afrit af bréfi frá bæjarritara Akraness til bæjarráðs, dags. 12.mars 2001. Lagt fram.
 
d. Bréf frá Erlendi Kristjánssyni, deildastjóra menntamálaráðuneytis, dags. 8.mars 2001, varðandi námskeið á vegum Evrópuráðsins á árinu 2001.  Lagt fram.
 
e. Bréf frá Heilbrigðisráði ÍSÍ, dags. mars 2001, varðandi boð um fræðslufyrirlestur um lyfjamisnotkun og lyfjaeftirlit í íþróttum. Lagt fram.  Ákveðið að sækja um fyrirlestur fyrir þjálfara og forustumenn íþróttafélaganna á Akranesi á Jaðarsbökkum.
 
f. Bréf frá Félagi forstöðumanna íþróttahúsa, dags.14.febrúar 2001, um árlegan fund félagsins í Reykjanesbæ 11. og 12. maí 2001.  Lagt er til að rekstrarstjórar íþróttahúsanna á Akranesi fari á fundinn. 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:00
   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00