Fara í efni  

Íþróttanefnd (2000-2002)

292. fundur 30. janúar 2001 kl. 18:00 - 20:00
292. fundur íþróttanefndar haldinn í íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum, þriðjud. 30. janúar 2001, klukkan 18.00.
Mættir á fundinn:Sigurður Hauksson, Sigríður Guðmundsdóttir. Ingibjörg Haraldsdóttir,.Stefán Már Guðmundsson, íþróttafulltrúi og Sturlaugur Sturlaugsson, fulltrúi ÍA og Jóhanna Hallsdóttir mætti síðar.
 
1. Kynning á Frítímavefnum.
Samþykkt var að lýsa yfir stuðningi við Frítímavefinn, án skuldbindinga.
 
2. Rekstur á Þrektækjasölunum.
Ingibjörg Haraldsdóttir, Stefán Már Guðmundsson og Sturlaugur Sturlaugsson hafa haldið fundi um málið og lögðu þau fram hugmynd að rekstri á þreksölum í íþróttahúsunum á Akranesi. Málin rædd og munu þau þrjú hittast aftur og klára málið.
Ákveðið var að senda eldri borgurum 67 ára og eldri á Akranesi árskort merkt með nafni sem gefur þeim frían aðgang að íþróttamannvirkjunum á Akranesi, gegn framvísun kortsins.
 
3. Reglugerð um húsaleigu- og æfingastyrki ÍA og Akraneskaupstaðar.
Stefán Már kynnti drög að reglugerð um húsaleigu og æfingastyrki ÍA og Akraneskaupstaðar. Málin rædd og munu Ingibjörg, Stefán Már og Sturlaugur ljúka við reglugerðina á næsta fundi þeirra, og verður hún þá lögð fyrir á næsta fundi.
 
4. Verðskrá íþróttamannvirkja, önnur umræða
Umræða um málið og ákveðið að hækka gjaldið í þreksalinn og munu Ingibjörg, Stefán Már og Sturlaugur ásamt Jóni Pálma bæjarritara sjá um frekari útfærslu.
 
5. Samningur við Sundfélag Akraness um ljósalampa.
Samningurinn er samþykktur óbreyttur.
 
6. Önnur mál
Ingirbjörg Haraldsdóttir lagði fram bréf frá Berent Karli Hafsteinssyni þar sem hann biður um frjálsan aðgang að Bjarnalaug, þar sem hann kveðst sökum fötlunar sinnar eiga erfitt með að fara í Jaðarsbakkalaug yfir vetrartímann.
Málið verður athugað og m.a. rætt við forstöðumann Bjarnalaugar og bæjarritara.
 
Störf við íþróttahúsið við Vesturgötu.
7 umsóknir bárust. Stefán Már, Ingibjörg og Hörður rekstrarstjóri íþróttamiðstöðvarinnar við Vesturgötu eru að taka viðtöl við umsækjendurna.
 
Stefán Már kynnir bréf frá Helgu Gunnarsdóttur um endurmat á félagsstarfi barna og unglinga á Akranesi. Í bréfinu leggur Helga til að haldin verði ráðstefna þeirra sem sjá um tómstundastarf barna og unglinga á Akranesi. ? Nefndinni líst vel á hugmyndina og er Stefáni Má falið að svara erindinu jákvætt fyrir hönd nefndarinnar og ýta á að málið fari í gang.
 
 
   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00