Fara í efni  

Íþróttanefnd (2000-2002)

281. fundur 15. ágúst 2000 kl. 20:00 - 22:00
281. fundur í íþróttanefnd haldinn í íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum þriðjudaginn 15. ágúst 2000 kl. 20:00.

Mætt voru: Jóhanna Hallsdóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Bryndís Guðjónsdóttir, Sigurður Haraldsson og Jón Ævar Pálmason. Auk þeirra Stefán Már Guðmundsson íþróttafulltrúi.

1. Starfsmannaráðningar.

Umsækjendur um starf í íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum eru:
Steinunn Hulda Ragnarsdóttir, Sigurlaug K. Guðmundsdóttir, Ásdís Halla Guðfinnsdóttir, Ingibjörg Júlíusdóttir og Hulda Guðrún Bjarnadóttir.

Umsækjendur verða boðaðir í viðtöl/próf á næstu dögum. Íþróttafulltrúa falið að afgreiða málið.

2. Gönguferð á vegum íþróttanefndar.

Formaður greindi frá gönguferðum sem farnar hafa verið upp á síðkastið. Þann 2. september n.k. verður haldið í árlega haustgöngu. Farið verður frá Gljúfurá og inn Langadal. Íþróttafulltrúa falið að auglýsa gönguferðina og útvega leiðsögumann.

3. Bréf frá Sundsambandi Íslands, dags. 20. júlí 2000. Lagt fram.

Bréf frá nefnd á vegum Sundfélags Akraness, dags. 12. ágúst 2000. Lagt fram.

Formanni falið að senda bréf til bæjarráðs þar sem óskað er eftir styrkveitingu vegna ferðar Kolbrúnar Ýrar Kristjánsdóttur á Ólympíuleikana.

4. Vinna við fjárhagsáætlun.

Íþróttafulltrúi gerði grein fyrir áætlunum um viðhald á íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum og íþróttahúsinu við Vesturgötu.

Stefáni falið að forgangsraða verkefnum sem ráðast þarf í og fara fram á auknar fjárveitingar vegna þess fyrir næsta ár.

5. Önnur mál.

a) Jón Ævar spyrst fyrir um hvort ekki hafi átt að veita umsögn um tillögu bæjarráðs um opnunartíma sundlaugarinnar á Jaðarsbökkum sem vísað var til nefndarinnar þann 29. júní s.l.
Nefndarmenn reifuðu hugmyndir sínar um opnunartíma sundlaugarinnar.
Stefán verður búinn að taka saman minnispunkta um málið fyrir næsta fund.

Fundi slitið kl. 21.30.

Jón Ævar Pálmason (sign) Sigurður V. Haraldsson (sign)
Bryndís Guðjónsdóttir (sign) Ingibjörg Haraldsdóttir (sign)
Jóhanna L. Hallsdóttir (sign)
   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00