Fara í efni  

Hafnarstjórn (2000-2004)

38. fundur 30. maí 2003 kl. 08:30 - 23:00

Fundur í hafnarstjórn Akraness var haldinn í fólksflutningabifreið Reynis Jóhannssonar, föstudaginn 30. maí 2003 og hófst hann kl. 08:30.


Mættir voru: Kristján Sveinsson, formaður,
 Björn S. Lárusson,
 Gunnar Sigurðsson,
 Magnús Guðmundsson,
 Eiður Ólafsson.

Auk þeirra Gísli Gíslason hafnarstjóri og Þorvaldur Guðmundsson yfirhafnarvörður.


Fyrir tekið:

 

1. Fundargerð verkfundar nr. 2 vegna verkefnisins ?Aðlhafnargarður ? stálþil 2003?.  Meðf. einnig yfirlit yfir verkstöðu 6.5.03. og 20.5.03.
Lögð fram.

 

2. Samantekt Gunnars Indriðasonar um byggingu skemmu fyrir fiskmarkað við höfnina. 
Lögð var fram kostnaðaráætlun fyrir verkið ásamt útreikningum Jóhanns Þórðarsonar um leigugjald til að standa undir kostnaði við verkefnið.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að ræða við fulltrúa Fiskmarkaðar Íslands um áhuga þeirra á að gera samkomulag um byggingu húss fyrir fiskmarkað á hafnarsvæðinu í samræmi við þær hugmyndir sem fyrir liggja.

 

3. Bréf Þorgeirs og Ellerts hf. varðandi skipalyftu við Lambhúsasund og viðhald hennar.
Lagt fram.

 

4. Bréf samgönguráðuneytisins, dags. 6.5.2003, varðandi afgreiðslu erindis hafnarinnar um hafnarmál á Akranesi og framtíðarskipulag hafnarsvæðisins.  Í bréfinu kemur fram að erindinu hafi verið vísað til Siglingastofnunar og að það verði tekið til skoðunar við næstu endurskoðun fjögurra ára áætlunar samgönguáætlunar 2003 - 2006.
 Lagt fram.

 

5.  Klæðning á Ferjubryggju.
Hafnarstjóri greindi frá því að hafnarráð og samgönguráðuneytið hafi samþykkt erindi hafnarinnar um flýtingu framkvæmda og að unnið sé að gerð
samnings um verkefnið í samvinnu við Siglingastofnun.

 

6. Skoðunarferð hafnarstjórnar og starfsmanna Akraneshafnar á Snæfellsnes. 

Auk hafnarstjórnar, hafnarstjóra og yfirhafnarvarðar voru hafnarverðirnir Valentínus Ólafsson og Júlíus Guðnason með í för.
Hafnarstjórn og starfsmenn skoðuðu Stykkishólmshöfn í fylgd Óla Jóns Gunnarssonar.  Þaðan var haldið í Grundarfjörð þar sem Björg Ágústsdóttir, Runólfur Guðmundsson og Gísli Ólafsson kynntu starfsemi Grundarfjarðarhafnar auk þess sem þorskeldi á vegum Guðmundar Runólfssonar hf. var skoðað.  Loks var ekið í Snæfellsbæ þar sem hafnirnar í Ólafsvík, Rifi og á Arnarstapa voru skoðaðar í fylgd Björns Arnaldssonar hafnarstjóra, Jóhanns Steinssonar og Þórðar Tryggva Stefánssonar, formanns hafnarstjórnar .


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 23:00

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00