Fara í efni  

Hafnarstjórn (2000-2004)

36. fundur 15. apríl 2003 kl. 17:00 - 18:00

Fundur í hafnarstjórn Akraness var haldinn á Hótel Barbró, Akranesi þriðjudaginn  15. apríl 2003 og hófst hann kl. 17:00.


Mættir voru: Kristján Sveinsson, formaður
 Björn S. Lárusson,
 Gunnar Sigurðsson,
 Herdís Þórðardóttir.
 Auk þeirra Þorvaldur Guðmundsson, yfirhafnarvörður og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritaði fundargerð.

 



1. Opinn fundur með eigendum smábáta á Akranesi, forráðamönnum fiskmarkaðarins og fleirum.

 

Mættir voru eftirfarandi aðilar:  Magnús Magnússon, Guðrún Elsa Gunnarsdóttir, Tryggvi kristinsson,, Magnús H. Magnússon, Hallgrímur Guðmundsson, Guðmundur Páll Jónsson, Páll Guðmundsson, Valentínus óLafsson, Matthías Harðarson, Jóhannes Eyleifsson, Kristófer Bjarnason, Ingi Bjarnason, Gestur Sveinbjörnsson, Eymar Einarsson, Sveinn Kristinsson, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir og Svanur Dan Svansson.

 

Formaður hafnarstjórnar setti fundinn og bauð menn velkomna og fór yfir dagskrá hans.  Hafnarstjóri fór yfir helstu tölur úr ársreikningi hafnarinnar, gerði grein fyrir framkvæmdum á liðnu ári og þeim framkvæmdum sem framundan eru.  Hann gerði einnig grein fyrir samþykkt hafnarstjórnar varðandi löndunaraðstöðu smábáta, hugmyndum um að fá starfsemi fiskmarkaðarins niður að höfninni o.fl.  Þá var ný heimasíða Akraneshafnar kynnt.

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir gerði grein fyrir vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi hafnarinnar.

 

Þá voru almennar umræður um ýmis atriði varðandi málefni hafnarinnar, m.a. var gerð nokkur grein fyrir starfsemi fiskmarkaðarins og áhuga forsvarsmanna hans á að færa starfsemi sína að höfninni.  Eigendur smábáta fóru yfir aðstöðu þeirr til löndunar á afla og nauðsyn þess að keyptur yrði nýr krani á bryggjuna.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:00

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00