Fara í efni  

Hafnarstjórn (2000-2004)

28. fundur 07. október 2002 kl. 12:00 - 13:00

Fundur hafnarstjórnar Akraness var haldinn mánudaginn 7. október 2002 í fundarsal í Stjórnsýsluhúsinu, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 12:00.

Mættir voru: Kristján Sveinsson, formaður,
 Valdimar Þorvaldsson,
 Björn S. Lárusson,
 Herdís Þórðardóttir,
 Gunnar Sigurðsson.

Auk þeirra Þorvaldur Guðmundsson yfirhafnarvörður og Gísli Gíslason hafnarstjóri, sem jafnframt ritaði fundargerð.

Fyrir tekið:

1. Ársfundur Hafnasambands sveitarfélaga 10. ? 11. október.  Tilnefning fulltrúa.
Hafnarstjórn samþykkkir að tilnefna eftirfarandi aðila sem fulltrúa á hafnarsambandsþing:
Kristján Sveinsson,
Herdísi Þórðardóttur,
Valdimar Þorvaldsson og
Þorvald Guðmundsson.

2. Bréf lögreglunnar á Akranesi, dags. 19.9.2002, varðandi skemmdir á bifreiðum vegna málningarvinnu á hafnarsvæðinu.
Yfirhafnarverði falið að svara erindinu.

3. Bréf bæjarritara, dags. 19.9.2002, um afgreiðslu bæjarráðs á erindi hafnarstjórnar varðandi endurskoðun deiliskipulags hafnarinnar.
Lagt fram.  Samþykkt að fá skipulagsfulltrúa á næsta fund hafnarstjórnar.

4. Bréf forstöðumanns hafnasviðs Siglingastofnunar, Gísla Viggóssonar, dags. 29.8.2002, um framkvæmdatíma endurnýjunar aðalhafnargarðs.  Fyrir liggja þrír valkostir sem nánar er gerð grein fyrir í erindinu.
Hafnarstjórn samþykkir að framkvæmdir við aðalhafnargarð verði samkvæmt leið þrjú, sem felst í því að stálþil aðalhafnargarðs verði rekið niður í einum áfanga, þekja steypt árið 2004, en að endurbótum á grjótgarði verði frestað.

5. Önnur mál:

5.1.  Bréf Þorgeirs og Ellerts hf. dags. 7. 10. 2002 varðandi girðingu og hlið á flotbryggju.

Yfirhafnarverði falið að kynna málið fyrir þeim sem nota bryggjuna.  Erindinu vísað til fjárhagsáætlunar ársins 2003.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00