Fara í efni  

Hafnarstjórn (2000-2004)

23. fundur 06. mars 2002 kl. 16:00 - 17:00

Fundur hafnarstjórnar Akraness var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu,
Stillholti 16-18, miðvikud. 6. mars 2002 og hófst hann kl. 16:00.

Mættir voru: Guðmundur Vésteinsson, formaður,
 Þorsteinn Ragnarsson,
 Ágústa Friðriksdóttir,
 Elínbjörg Magnúsdóttir.
Auk þeirra hafnarstjóri, Gísli Gíslason.

Fyrir tekið:
 1. Umsögn um frumvarp til hafnarlaga.  Bréf samgöngunefndar Alþingis, dags. 19.2.2002 og bréf bæjarritarans á Akranesi, dags. 21.2.2002, þar sem hafnarstjórn er falin afgreiðsla málsins.
Hafnarstjórn Akraness fagnar því að frumvarp til hafnarlaga hafi verið lagt fram á Alþingi en í því er að finna ýmis ákvæði sem eru til framfara við rekstur hafna í landinu.  Hafnarstjórn tekur hins vegar undir umsögn Hafnarsambands sveitarfélaga um frumvarpið, sem samþykkt var á aukafundi sambandsins þann 1. mars s.l.   Að auki vill hafnarstjórn gera sérstakar athugasemdir við 17. og 21. grein frumvarpsins.  Varðandi 17. greinina telur hafnarstjórn að taka þurfi greinina til endurskoðunar þannig að hún tryggi nauðsynlegan sveigjanleika í álagningu gjalda til að standa undir rekstri og framkvæmdum.  Þá telur hafnarstjórn nauðsynlegt að ákvæði 21. greinar varðandi móttökuskyldu verði breytt og skilgreint nánar hvað í móttökuskyldunni felst.  Slík skylda má ekki leiða til hagsmunaárekstra vegna samninga sem hafnir hafa gert við einstaka aðila um notkun.  Einnig er nauðsynlegt að tryggja höfnunum raunhæf úrræði gagnvart skipum sem hætta er á að dagi uppi í höfnum landsins.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:00

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00