Fara í efni  

Hafnarstjórn (2000-2004)

8. fundur 25. september 2000 kl. 16:00 - 17:00
Fundur hafnarstjórnar Akraness var haldinn mánud. 25. sept. 2000,
í fundarsal bæjarskrifstofu og hófst hann kl. 16:00.

Mættir voru: Guðmundur Vésteinsson, formaður,
Þorsteinn Ragnarsson,
Herdís Þórðardóttir,
Ágústa Friðriksdóttir.

Auk þeirra yfirhafnarvörður, Þorvaldur Guðmundsson og hafnarstjóri, Gísli Gíslason.

Formaður setti fundinn.

Fyrir tekið:

1. Erindi Haraldar Böðvarssonar, dags. 11.9.2000, þar sem óskað er eftir heimild til að reisa tank undir löndunarvatn og að reisa brú yfir akstursbraut á bryggju milli aðalhafnargarðs og bátabryggju.

Hafnarstjórn samþykkir erindi Haraldar Böðvarssonar hf. með eftirfarandi skilyrðum:
a) Að akfær leið framhjá löndunarvatnstanki verði a.m.k. 7 metrar á breidd og bundin steyptu slitlagi. Fyrirtækið gangi frá þessari breikkun áður en framkvæmdir við tankinn hefjast.
b) Að hæð undir lagnabrú verði a.m.k. 4.5 metrar og breidd 9.0 metrar.

2. Rafmagn á Faxabryggju.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.

3. Fundargerð stjórnar Hafnasambands sveitarfélaga frá 25.8.2000.
Lögð fram.

4. Gögn varðandi hafnasambandsþing á Akureyri 12. og 13. október 2000.
Lögð fram.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:00
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00