Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

251. fundur 16. september 2025 kl. 15:00 - 18:00 í Lindinni Dalbraut 4
Dagskrá

1.Fjöliðjan - nýtinga gámastofa

2507008

Staða kaupa á talningavél í Fjöliðju.

2.Árshlutauppgjör 2025

2505216

Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri kynnir árshlutauppgjör málaflokka velferðar- og mannréttindasviðs, tímabilið janúar - júní 2025.

3.Hreyfill - samkomulag um heimsendan mat

2305116

Verksali hefur boðað hækkun á taxta vegna heimsendingar á mat hjá Akraneskaupstað, frá 1. ágúst 2025.



Á síðasta fundi velferðar- og mannréttindaráðs var gerð krafa um frekari gögn og rökstuðning af hálfu verksala svo unnt væri að taka afstöðu til málsins.



Minnisblaðs deildarstjóra lagt fram.

4.Farsældarráð Vesturlands

2509060

Vesturland var fyrsti landshlutinn til að sameinast um svæðisbundið farsældarráð. Ásmundur Einar Daðason, þáverandi mennta- og barnamálaráðherra, undirritaði samning þess efnis við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi 16. maí 2024.

Markmið samstarfsins er að efla og samræma þjónustu við börn og fjölskyldur á Vesturlandi með samþættri, snemmtækri og heildstæðri nálgun. Jafnframt mun farsældarráð vinna að því að styrkja þverfaglegt samstarf og tryggja að farsæld barna sé leiðarljós í stefnumótun og framkvæmd þjónustu í landshlutanum.

Lagt er upp með stofnun á Farsældarráði Vesturlands á Haustþingi SSV þann 24. september næstkomandi.



Óskað er eftir afstöðu velferðar- og mannréttindaráðs til undirritunar samstarfsyfirlýsingar vegna stofnunar svæðisbundins Farsældarráðs á Vesturlandi.

5.Móttaka einstaklinga sem fengið hafa vernd á Íslandi

2509045

Í erindi félags- og húsnæðismálaráðuneytis dags. 5. september um móttöku einstaklinga sem fengið hafa vernd á Íslandi kemur fram að ráðuneytið telur mikilvægt að allir hlutaðeigandi hafi nægan tíma til að kynna sér þær breytingar sem verða á fyrirkomulagi í tengslum við móttöku einstaklinga með vernd og af þeim sökum gert ráð fyrir að gildistaka framlagðs frumvarps verði ekki fyrr en sex mánuðum eftir að hafa verið samþykkt sem lög á Alþingi.



Af þessu má ráða að ekki eru fyrirhugaðar neinar breytingar á núgildandi samningi um móttöku flóttafólks fyrr en í fyrsta lagi á seinni hluta ársins 2026.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00