Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

125. fundur 29. september 2014 kl. 16:00 - 17:45 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Einar Brandsson formaður
 • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
 • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Jaðarsbakkar, rekstur æfingarsvæðisins

1402044

Farið yfir kostnaðaráætlun Eflu varðandi lagfæringar og stækkun á aðalvelli. Ennfremur farið yfir ástand æfingarsvæðis við Jaðarsbakka.
Samþykkt að fara í breytingar á aðalvelli í samræmi við minnisblað dagsett 21. ágúst 2014 frá Eflu verkfræðistofu. Þetta verkefni komi í stað fyrirhugaðrar enduruppbyggingar á hluta æfingarsvæðis (suðurvöllur) en það verkefni verði frestað a.m.k. til ársins 2016. Um er að ræða breytt áform frá samningi dagsettum 15. feb. 2013 sem tók á þeirri enduruppbyggingu. Því er lagt til við bæjarráð að gerður verði viðauki við þann samning í samræmi við ofangreindar breytingar. Við þennan dagskrárlið voru viðstaddir Haraldur Ingólfsson, Lárus Ársælsson f.h. KFÍA og Hörður Jóhannesson forstöðumaður íþróttamannvirkja á Akranesi.

2.Strætó Akranesi, útboð 2014

1409020

Farið yfir tillögur að nýju leiðarkerfi innanbæjarstrætó á Akranesi.
Lagt er til við bæjarráð að auglýsa útboð á innanbæjarstrætó. Samningstímabil verði fjögur ár frá n.k. áramótum.

Fundi slitið - kl. 17:45.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00