Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

18. fundur 15. september 2009 kl. 17:15 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Ragnar Már Ragnarsson Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Framkvæmdastofa - erindisbréf starfsmanna

909038

Framkvæmdastjóri kynnti drög að erindisbréfum fyrir starfsmenn Framkvæmdastofu, þ.e. verkefnastjóra, umsjónarmann húseigna, rekstrarstjóra íþróttamannvirkja, rekstrarstjóra gatna- og umhverfismála og garðyrkjustjóra.


Lagt fram. Málinu frestað til næsta fundar.

2.Sala á tækjum áhaldahúss

909039

Framkvæmdastjóri leggur til að traktor ásamt sturtuvagni sem notað hafa verið hjá þjónustumiðstöð verði seld.

Framkvæmdaráð samþykkir tillöguna og felur framkvæmdastjóra að auglýsa tækin til sölu.

3.Fasteignir - Reglur og skyldur leigusala og leigutaka

909043

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir drögum að reglum um réttidi og skyldur leigutaka og leigusala á vegum Fasteignastofu.Lagt fram til kynningar. Málið tekið fyrir á næsta fundi.

4.Framkvæmdastofa - fjárhagsáætlun 2010

909044

Framkvæmdastjóra falið að leggja fyrir Framkvæmdaráð viðhaldsáætlun.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00