Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

23. fundur 01. desember 2009 kl. 17:15 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Ragnar Már Ragnarsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Grundaskóli - foreldraráð

911091

Tölvuóstur foreldraráðs Grundaskóla dags. 21. nóvember 2009, þar sem óskað er eftir viðræðum við Framkvæmdaráð til að ræða forgangsröð framkvæmda hjá Akraneskaupstað með þarfir Grundaskóla í huga.


Á fundinn mættu fulltrúar foreldraráðsins þau Brian Marshall og Arndís Guðmundsdóttir.

2.Rekstraruppgjör - Framkvæmdastofa

906141

Rekstrarstaða 1/1 - 31/10 2009 ásamt bréfi framkvæmdarstjóra dags. 27. nóvember 2009.
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu mála. Framkvæmdaráð samþykkir að senda málið til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.

3.Fjárhagsáætlun 2010 - Framkvæmdastofa

911039

Minnisblað Framkvæmdastofu dags. 1. desember 2009, vegna frumvarps til fjárhagsáætlunar Akraneskaupstaðar fyrir árið 2010. Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir þeim athugasemdum sem fram koma í minnisblaðinu um ýmsa liði frumvarpsins.
el=stylesheet type=text/css href="../css/web.css">

Minnisblað lagt fram. Ákveðið var að framkvæmdaráð haldi aukafund n.k fimmtudag.

4.Íþróttamannvirki - breyting vinnufyrirkomulags

906175

Starfsmenn ásamt verkalýðsfélgi Akraness (VLFA) hafa mótmælt með formlegum hætti samþykkt bæjarins um að heimila íþróttaiðkun í íþróttamannvirkjum án þess að starfsmenn séu að störfum. Skoðun lögfræðisviðs Sambands ísl Sveitarfélaga og Akraneskaupstaðar er sú að sveitarfélagið sé í fullum rétti til ráðstöfunar á eigin húsnæði og að gildandi kjarasamningur kveði ekki á um forgangsréttarákvæði starfsmanna til vinnu í stofnunum bæjarins utan venjubundins opnunartíma stofnana.

Framkvæmdarstjóri gerði grein fyrir viðræðum sínum og lögmanns Sambands ísl Sveitarfélaga við fulltrúa VLFA og ASÍ um málið. Niðurstaða þeirra viðræðna voru að aðilar urðu ásáttir um lausn málsins án þess þó að viðurkenna sjónarmið hvors annars. Afstaða bæjarins helgast af þeirri staðreynd að hægt var að leysa tímanotkun viðkomandi félags, með öðrum hætti og að mestu leyti utan þeirra tímamarka sem starfsmenn og verkalýðsfélagið höfðu gert athugasemdir við og um var deilt. Málinu telst því lokið af hálfu beggja aðila.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00