Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

2. fundur 03. febrúar 2009 kl. 17:15 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Ragnar Már Ragnarsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Innkaup á vörum og þjónustu - aðhald

901137

Bæjarstjórn beinir því til stofnana bæjarins að aukins aðhalds verði gætt í innkaupum á vöru og þjónustu á næstu mánuðum og árum til lækkunar útgjalda.
Framkvæmdaráð felur framkvæmdastjóra að koma tilmælunum á framfæri við forstöðumenn stofnana og þeirra sem hafa með innkaup að gera á vegum Framkvæmdastofu að hafa tilmæli bæjarstjórnar að leiðarljósi í innkaupum sínum nú sem endranær.

2.Bifreiðastyrkir starfsmanna - uppsögn

901146

Bæjarstjórn hefur samþykkt að segja upp samningum um fasta bifreiðastyrki starfsmanna Framkvæmdastofu frá og með 1. febrúar 2009Framkvæmdarstjóri gerði grein fyrir málinu.

3.Öryggisþjónusta - uppsögn samninga

901147

Bæjarstjórn hefur samþykkt að öryggisþjónustu, vaktþjónustu og samningum við ýmsa verktakaþjónustu verði sagt upp með það að markmiði að lækka útgjöld við framkvæmd samninganna.


Málið verður tekið fyrir á næsta fundi.

4.Akrasel - frágangur á lóð

901154

Bæjarstjórn samþykkti að veita 4 milljónum vegna frágangs á umhverfi við leikskólann við Keilisflöt.

Framkvæmdastjóra falið að undirbúa framkvæmdir við verkið.

5.Viskubrunnur - undirbúningur

901156

Bæjarstjórn hefur falið Framkvæmdaráði að hafa forgöngu um hönnun og gerð kostnaðaráætlunar við framkvæmdir um verkefnið "Viskubrunnur".

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir umfangi verksins og hugmyndum um hvernig unnið verði að undirbúningi þess. Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að málinu og leggja nánari upplýsingar fyrir ráðið á næsta fundi þess.

6.Húsnæðiskaup vegna stjórnsýslu

901157

Akraneskaupstaður hefur keypt húsnæði á 1. hæð Stjórnsýsluhússins við Stillholt til notkunar fyrir skrifstofur kaupstaðarins og falið framkvæmdastofu að undirbúa nauðsynlegar framkvæmdir.
Rætt um hvernig staðið verði að framkvæmdum við þær breytingar sem nauðsynlegt er að framkvæma til að koma húsnæðinu í notkun.

7.Bíóhöllin - endurbætur

901158

Bæjarstjórn hefur falið framkvæmdaráði að láta gera kostnaðaráætlun um viðgerð á Bíóhöllinni að utan.Framkvæmdastjóra falið að fylgja málinu eftir og leggja nauðsynlegar upplýsingar fyrir ráðið á næsta fundi þess.

8.Göngustígar - frágangur

901160

Bæjarstjórn hefur falið framkvæmdaráði að undirbúa og annast gerð göngustígs meðfram kirkjugarði frá Garðagrund.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir undirbúningi málsins.

9.Garðasel - þakviðgerð

901161

Bæjarstjórn hefur samþykkt að fela framkvæmdaráði að gera tillögu um viðgerð á þaki Garðasels og gera kostnaðaráætlun um framkvæmdina.


Framkvæmdastjóra falið að annast undirbúning verksins.

10.Tjaldsvæði - endurbætur

901162

Bæjarstjórn hefur falið Framkvæmdastofu að annast framkvæmdir við tjaldsvæði við afmörkun húsbílastæða með plöntun trjáa. Áætlaður kostnaður við verkið er 1. milljón króna.

Framkvæmdastjóra falið að annast undirbúning verksins.

11.Fjárhagsáætlun 2009 - Samanburður á milli áranna 2005 ? 2009

901179

Fjárhagsáætlun Framkvæmdastofu sundurliðuð niður á deildir. Samantekt framkvæmdastjóra á þróun ýmissa útgjaldaliða sem Framkvæmdastofa hefur umsjón með í málaflokkum sem snúa að umferðar-, samgöngumálum og umhverfismálum. Bréf framkvæmdastjóra dags. 2. janúar 2009 varðandi fjárveitingu til verkefna sem flytjast frá árinu 2008 yfir á fjárhagsárið 2009.Framkvæmdastjóri fór yfir fyrirliggjandi gögn og útskýrði nánar. Framkvæmdastjóra ásamt deildarstjórum Framkvæmdastofu falið að skoða nánar fyrirliggjandi fjárhagsáætlun og leggja upplýsingar fyrir ráðið á næsta fundi þess. Framkvæmdaráð samþykkir tillögu framkvæmdastjóra hvað varðar fjárveitingar á árinu 2009 vegna framkvæmda sem fara yfir áramótin 2008/2009 og óskar eftir því við bæjarráð og bæjarstjórn að fjármunum verði veitt til viðkomandi verkefna, samtals að fjárhæð 53,1 milljónir króna.


Sveinn Kristinsson bókar: Undirritaður undrast að ekki skuli hafa verið gert ráð fyrir kostnaði í fjárhagsáætlun 2009 vegna verkefna sem flytjast á milli ára. Spurt var ítrekað um þessi verkefni og hvort þau væru inní frumvarpi að fjárhagsáætlun fyrir 2009 og var því játað. Nú er hins vegar ljóst að þar var ekki sagt rétt frá. Slík vinnubrögð eru með öllu ólíðandi þar sem verið er að blekkja bæjarfulltrúa með röngum upplýsingum. Sveinn Kristinsson

12.Slaga. Beiðni um viðbótarland.

812147

Fyrir liggur beiðni Skógræktarfélags Akraness frá árinu 2008 um viðbótarland til skógræktar sem bæjarráð vísaði til framkvæmdaráðs til afgreiðslu með bréfi dags. 12. janúar 2009.


Framkvæmdaráð samþykkir erindið og felur framkvæmdastjóra að ganga frá nauðsynlegum gögnum þar að lútandi.

13.Viðhaldsmál stofnana.

901182

Viðræður við Kristján Gunnarsson, umsjónarmann mannvirkja.


Farið yfir og rædd staða viðhaldsmála varðandi fasteignir Akraneskaupstaðar.

14.Fundargerðir verkfunda um Flóahverfi 1. áfangi - gatnagerð og lagnir árið 2009.

901181

Fundargerðir 6. og 7. verkfunda.

Lagðar fram.

15.Verkfundagerðir Dalbrautar 1, bókasafn 2009.

902001


Lögð fram.

16.Leikskólinn Ketilsflöt - húsaleigusamningur

902018

Fyrir liggur leigusamningur á milli Fasteignafélags Akraneskaupstaðar slf og Akraneskaupstaðar um leigu á leikskólanum Keilisflöt 2. Umsamin húsaleiga er 1.465.198.- pr mánuð með vsk og er upphæðin tengd vísitölu neysluverðs. Leigusamningurinn gildir fyrir tímabilið 1/10 2008 - 30/9 2027.
Framkvæmdaráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00