Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

90. fundur 07. desember 2012 kl. 13:30 - 14:45 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Benediktsson formaður
  • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Sveinn Kristinsson varaformaður
Starfsmenn
  • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Starf framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu og Skipulags- og umhverfisstofu.

1211001

Framkvæmdaráð fór yfir tillögu að auglýsingu sem kynnt var á síðasta fundi.

Ráðið samþykkir að auglýsing um stöðuna verði birt í landsmálablöðum 5. jan. 2013 með umsóknarfresti t.o.m. 19. jan. 2013.

Umsjón með ráðningunni verði í höndum Jóns Pálma Pálssonar, starfandi bæjarstjóra.

2.Styrkir árið 2013 - vegna menningar-,íþrótta-, atvinnumála og annara mála.

1210013

Erindi frá Fimleikafélags Akraness, Sundfélagi Akraness og Skógræktarfélagi Akraness

Framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindin fyrir sitt leiti en vísar erindunum til umfjöllunar bæjarráðs.

Framkvæmdaráði finnst miður að erindin skuli ekki hafa borist fyrr til ráðsins til umfjöllunar en erindin frá FIMA og Sundfélaginu bárust fyrir alllöngu.

3.Verð á vinnuvélaþjónustu - fyrirspurn vegna snjómoksturs

1212003

Framkvæmdastjóri kynnti niðurstöður úr fyrirspurn um verðlagningu við snjómokstur sem fram hefur farið en eftirtöldum aðilum var boðið að senda inn tölur:

Bjarmar ehf

BÓB sf

Gísli Jónsson ehf

Ingólfur Valdimarsson

Skóflan hf

Vélaleiga Halldórs Sigurðssonar

Þróttur ehf

Upplýsingar bárust frá eftirtöldum:

BÓB sf

Gísli Jónsson ehf

Ingólfur Valdimarsson

Þróttur ehf

4.Kvartanir vegna dýrahalds 2012

1208155

Framkvæmdastjóri kynnti bréf sem sent hefur verið vegna kvartana yfir hundahaldi að Akurgerði 19 og bréf frá eigendum sem þeir hafa sent ráðinu.

Framkvæmdaráð samþykkir að veita bréfriturum 10 daga frest til að skrá hundana og leggur áherslu á að reglum um hundahald verði fylgt.

Framkvæmdastjóra er falið að koma ábendingum ráðsins á framfæri.

5.Vesturgata 51 (Vindhæli)

809028

Framkvæmdastjóri fór yfir hugmyndir um ráðstöfun hússins.

Málið verður tekið aftur til umfjöllunar á næsta fundi ráðsins.

Fundi slitið - kl. 14:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00