Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

92. fundur 07. febrúar 2013 kl. 17:00 - 18:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Benediktsson formaður
  • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Gunnhildur Björnsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Vesturgata 51 (Vindhæli)

809028

Ákvörðun um ráðstöfun hússins

Framkvæmdastjóri óskar eftir heimild framkvæmdaráðs til að auglýsa húsið til sölu en húsið verði endurbyggt á lóðinni nr. 49 við Vesturgötu. Nánari skilmálar verði kynntir fyrir framkvæmdaráði áður en auglýsing verði birt.

Framkvæmdaráð samþykkir tillöguna.

2.Ræsting stofnana 2012

1210149

Kynntur viðbótarsamningur við Hreint ehf

Framkvæmdaráð samþykkir samninginn en samningurinn verður tekinn til endurskoðunar með tilliti til árangurs að 6 mánuðum liðnum.

3.KFÍA - framkvæmdasamningur um endurbyggingu æfingasvæðis á Jaðarsbökkum 2013

1301566

Kynning og afgreiðsla á samningi.

Framkvæmdastjóri kynnti drög að framkvæmdasamningi við KFÍA sem unnin hafa verið í samráði við félagið.

Framkvæmdaráð samþykkir samninginn og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

4.Hestamannafélagið Dreyri - Framkvæmdasamningur 2013

1301567

Kynning og afgreiðsla á samningi

Framkvæmdastjóri kynnti drög að framkvæmdasamningi við Hestamannafélagið Dreyra sem unnin hafa verið í samráði við félagið.

Framkvæmdaráð samþykkir samninginn og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

5.Golfklúbburinn Leynir - framkvæmdasamningur 2013

1301568

Framkvæmdastjóri kynnti drög að framkvæmdasamningi við Golfklúbbinn Leyni sem unnin hafa verið í samráði við félagið.

Framkvæmdaráð samþykkir samninginn og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

6.OR - þjónustusamningur vegna götulýsingar

1302055

Tillaga að þjónustusamningi við OR

Framkvæmdastjóri kynnti drög að þjónustusamningi milli OR og Akraneskaupstaðar um viðhald á lýsingarkerfum í eigu kaupstaðarins.

Samningnum fylgir einnig ýtarleg lýsing á þeim verkþáttum sem þjónustan tekur til í viðhaldi og þjónustustigi.

Framkvæmdaráð samþykkir samninginn og felur framkvæmdastjóra að undirrita hann.

7.OR - Samningur um raforkukaup

1302048

Tillaga að breytingu á orkukaupasamningi við OR.

Framkvæmdastjóri kynnti drög að nýjum samningi við OR um raforkukaup kaupstaðarins.

Gildandi samningur er frá 21. ágúst 2007.

Framkvæmdaráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

8.Hundaleyfi - beiðni um undanþágu

1301082

Bréfritari óskar eftir undanþágu frá reglum um hundahald og skráningu þar sem þau búi í dreifbýli.

Framkvæmdaráð hafnar erindinu.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00