Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

68. fundur 24. nóvember 2011 kl. 17:00 - 18:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Benediktsson formaður
  • Sveinn Kristinsson aðalmaður
  • Dagný Jónsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Ragnar Már Ragnarsson verkefnastjóri
  • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu
Fundargerð ritaði: Ragnar Már Ragnarsson Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Gjaldskrár íþróttamannvirkja

906162

Tillaga að breytingu á gjaldskrá íþróttamannvirkja.

Tillaga að gjaldskrárbreytingu kynnt. Málinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2012.

2.Íþróttamiðstöðin Jaðarsbökkum - vaktafyrirkomulag

1109022

Umfjöllun um hugsanlegar breytingar á vaktafyrirkomulagi.

Hörður Jóhannesson mætti á fundinn og gerði grein fyrir tillögu að nýju vaktafyrirkomulagi. Málið verður kynnt frekar fyrir bæjarfulltrúum í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar.

3.Hestamannafélagið Dreyri - keppnisvöllur

1111092

Erindi frá Dreyra um viðræður við Framkvæmdaráð um framtíðarsvæði félagsins.

Framkvæmdaráð vísar málinu til Skipulags-og umhverfisnefndar til umfjöllunar. Að því loknu mun ráðið boða fulltrúa hestamannafélagsins til viðræðna.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00