Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

62. fundur 19. júlí 2011 kl. 17:00 - 17:45 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Einar Benediktsson formaður
 • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
 • Ragnar Már Ragnarsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Ragnar Már Ragnarsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Einigrund 5 - íbúð

1104079

Ósk fjölskyldustofu um að leigja íbúðina í eitt ár.

Framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur formanni framkvæmdaráðs og bæjarritara að komast að samkomulagi við fjölskyldustofu um fyrirhugaða leigu.

2.Sundstaðir - öryggi

1106020

Fundargerð um Öryggismál og sundlaugarmál frá 3. júní lögð fram. Forstöðumaður Íþróttamannvirkja Jaðarsbökkum boðaður á næsta fund. Málinu frestað.

3.Gróðursetning - Þjóðbraut

1107122

Tillaga garðyrkjustjóra um breytta verkáætlun.

Framkvæmdaráð samþykkir tillögu garðyrkjustjóra um að breyta gróðursetningu við Þjóðbraut og lagfæringu gróðurs við Garðagrund.

Fundi slitið - kl. 17:45.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00