Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

69. fundur 15. desember 2011 kl. 17:00 - 18:45 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Benediktsson formaður
  • Sveinn Kristinsson aðalmaður
  • Dagný Jónsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2012 - Framkvæmdastofa

1110097

Tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 hefur verið tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir samanburði á tillögum Framkvæmdastofu og tillögunni sem lögð var fram til fyrri umræðu.

Í fjárhagsáætlunartillögunni kemur fram verulegur niðurskurður á fjárveitingum miðað við árið 2011 sem er afleiðing efnahagsþrenginga í þjóðfélaginu. Starfsmenn eru nú að vinna að tillögu að forgangsröðun verkefna sem lögð verður fyrir framkvæmdaráð til kynningar.

Kristján Gunnarsson fór yfir drög að viðhaldsáætlun fasteigna sem miðast við fyrirliggjandi tillögu.

Framkvæmdaráð tekur málið aftur til umfjöllunar á næsta fundi

2.Akraneshöll - hitalampar

1102075

Framkvæmdastjóra falið að afla upplýsinga um rafhitunarofna og leggja fyrir næsta fund ráðsins.

3.Þjóðvegur 51 - vetrarþjónusta

1112080

Framkvæmdastjóra falið að senda Vegagerðinni kvörtun vegna slælegrar vetrarþjónustu á veginum frá Hvalfjarðargöngum að Akranesi en ráðinu hafa borist fjöldi kvartana vegna hálku og lélegs mokstur.

Ráðið telur að almennt ástand vegarins sé óásættanlegt og umferðaröryggi sé ógnað og því afar brýnt að þegar verði farið í viðhaldsaðgerðir.

4.Framkvæmdastofa - skipulag

1112081

Farið var yfir þá stöðu sem upp er komin í málefnum Framkvæmdastofu.

Framkvæmdastjóra falið að leggja fyrir ráðið minnisblað um verktilhögun hjá stofunni á næsta ári.

5.Framkvæmdastofa - rekstraryfirlit 2011

1102355

Framkvæmdastjóri lagði fram minnisblað vegna kostnaðar við snjómokstur á árinu 2011.

Samkvæmt minnisblaðinu er áætlað að kostnaður ársins verði a.m.k. 5,5 millj.

Framkvæmdaráð óskar eftir því við bæjarráð að veitt verði viðbótarfjárveiting að fjárhæð kr. 4,0 millj. til að mæta þessum útgjöldum.

Fundi slitið - kl. 18:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00