Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

59. fundur 07. júní 2011 kl. 17:00 - 18:50 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Benediktsson formaður
  • Sveinn Kristinsson aðalmaður
  • Dagný Jónsdóttir aðalmaður
  • Karen Jónsdóttir Varaáheyrnarfulltrúi
  • Ragnar Már Ragnarsson verkefnastjóri
  • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu
Fundargerð ritaði: Ragnar Már Ragnarsson Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Grundaskóli - hjólarampar

1105081

Framkvæmdastjóri gerir grein fyrir viðræðum við forráðamenn Grundaskóla um málið.

Framkvæmdastofu falið að koma með tillögur að nýju svæði fyrir hjólarampana.

2.Skotfélag Akraness - aðstaða í í þróttahúsi við Vesturgötu

1105082

Greinagerð rekstrarstjóra íþróttamannvirkja verður lögð fram á fundinum.

Framkvæmdaráð óskar eftir að fá forstöðumann Þorpsins og skólastjóra Tónlistarskólans á næsta fund.

3.Starf dýraeftirlitsmanns

1009113

Tillaga um ráðningu í starf dýraeftirlitsmanns í samstarfi við þjónustumiðstöð á Laugarbraut.
Undir þessum lið verður kynnt tillaga að aðgerðaáætlun til að stuðla að bættri umgengni hundaeigenda o.fl.

Í ljósi þess að engar umsóknir bárust um starf dýraeftirlitsmanns þegar það var auglýst, leggur framkvæmdaráð til við bæjarráð að það heimili ráðningu starfsmanns í 100% starf í þjónustumiðstöð sem sinni dýraeftirliti í a.m.k hálfu starfi.

Karen bókar: Tel að ráðning starfsmanns aukalega í hálft starf sé ekki forgangsatriði, tel að peningunum sé betur varið annars staðar.

Framkvæmdaráð samþykkir tillögu framkvæmdastjóra um fjölgun sorptíláta við götur bæjarins og gönguleiðum. Framkvæmdaráð samþykkir kynningaráætlun framkvæmdastjóra til að stuðla að bættri umgengni hundaeigenda.

4.Akraneshöll - hitalampar

1102075

Farið var yfir fyrirliggjandi áætlun frá umboðsaðila Zehnder á Íslandi. Framkvæmdastofu falið að skoða þessa lausn ásamt öðrum. Tillögur skulu liggja fyrir tímanlega fyrir gerð fjárhagsáætlunar 2012.

5.FIMA - húsnæðismál

1105092

Erindi frá bæjarráði

Framkvæmdastjóra falið að ræða við formann FIMA og afla nánari uppl. um forgangsröðun, kostnað ofl.

6.Vélhjólaíþróttafélag Akraness - vélhjólabraut

1102081

Kynnt drög að rekstrarsamningi við VIFA

Framkvæmdaráð fór yfir drög að samningi. Samningur tekinn fyrir á næsta fundi til endanlegrar afgreiðslu.

7.Faxabraut 3, eignarhluti Akraneskaupstaðar.

907040

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að eignarhluti Akraneskaupstaðar í Faxabraut 3 verði auglýstur til sölu.

Fundi slitið - kl. 18:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00