Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

66. fundur 20. október 2011 kl. 17:00 - 18:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Benediktsson formaður
  • Dagný Jónsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Ræsting stofnana 2011

1110237

Niðurstöður útboðs og ákvörðun um verktaka

Farið var yfir minnisblað verkefnastjóra þar sem lagt er til að gengið verði til samninga við Hreint ehf um daglega ræstingu og SD - þjónustu um hreingerningar.

Framkvæmdaráð fellst á tillöguna og felur framkvæmdastjóra að ganga frá samningi um verkið.

Framkvæmdaráð leggur áherslu á að gæðaeftirlit verði eflt.

2.Hundaeftirlit/stjórnsýslukæra

1009048

Kynnt niðurstaða úrskurðarnefndar vegna stjórnsýslukæru.

Niðurstaða úrskurðarnenfdarinnar var að vísa kærunni frá.

3.Hundaleyfi 137/stjórnsýslukæra

1009042

Kynnt niðurstaða úrskurðarnefndar vegna stjórnsýslukæru.

Framkvæmdaráð er sátt við að úrskurðarnefndin staðfesti ákvörðun ráðsins í málinu.

4.Vélhjólaíþróttafélag Akraness - samningur um mótorkrossbraut

1109009

Erindi frá VÍFA - framkvæmdaáætlun fyrir árið 2012

Framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið en samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2012.

5.Viðhald gatna og stíga 2011

1105084

Gangstéttaframkvæmdir við Þjóðbraut 1 og Holtsflöt 5-7
Erindi frá lóðarhöfum um frágang ganstétta vegna framkvæmda á lóðum.

Framkvæmdaráð samþykkir að fjármunir til þessara verkefna verði teknir af ónýttum fjárveitingum ráðsins fyrir árið 2011.

Framkvæmdastjóra er falin framkvæmd málsins.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00