Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

50. fundur 11. janúar 2011 kl. 17:00 - 18:50 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Einar Benediktsson formaður
 • Sveinn Kristinsson aðalmaður
 • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
 • Dagný Jónsdóttir varamaður
 • Jón Pálmi Pálsson framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu
 • Ragnar Már Ragnarsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Ragnar Már Ragnarsson Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar og stofnana árið 2011

1009156

Tillaga Framkvæmdastofu um skiptingu viðhaldsfjár fyrir árið 2011. Viðræður við Kristján Gunnarsson umsjónarmann fasteigna.

Umsjónarmaður fasteigna og framkvæmdastjóri fóru yfir tillöguna og gerðu grein fyrir einstaka verkefnum.

Framkvæmdaráð samþykkir tillöguna og felur framkvæmdastofu að tímasetja helstu framkvæmdirnar skv. áætluninni í samræmi við 6 gr. erindisbréfs Framkvæmdaráðs.

2.Umhverfismál 2011

1101006

Samþykkt bæjarstjórnar um 3ja millj. kr. fjárveitingu til umhverfisverkefna vegna plöntunar á trjám og runnum austan Þjóðbrautar frá Esjutorgi upp að Hausthúsatorgi og til útplöntunar á runnum vestan Þjóðbrautar.

Garðyrkjustjóra falið að hefja nauðsynlegan undirbúning málsins s.s. að afla tilboða í þann gróður sem fyrirhugað er að setja niður á svæðinu.

3.Verkefni í íþróttamannvirkjum

1101005

Samþykkt bæjarstjórnar um 8,5 m.kr fjárveitingu til skilgreindra verkefna í íþróttamannvirkjum, með vísan til skýrslu starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Akraneskaupstað.

Málið rætt. Framkvæmdastofu falið að undirbúa málið í samræmi við umræður á fundinum og leggja nánari kostnaðaráætlanir fyrir Framkvæmdaráð vegna þeirra verkefna sem um er rætt að framkvæmd verði innan tilgreindrar fjárveitingar. Stefnt verður að því gera samninga um afnot og umhirðu við Skotfélag Akraness og VÍFA.

4.Starf dýraeftirlitsmanns

1009113

Samþykkt bæjarstjórnar um ráðningu dýraeftirlitsmanns hjá Akraneskaupstað.

Framkvæmdastjóra falið að auglýsa starfið.

5.Viðhaldsfé - hækkun

1101018

Samþykkt bæjarstjórnar um hækkun á fjármunum til viðhalds fasteigna á vegum Framkvæmdastofu úr 63 mkr. í 83 mkr á árinu 2011 og 25 m.kr framlagi til eignfærðrar fjárfestingar í skólaeldhús Grundaskóla.

Málið rætt. Framkvæmdastofu falið að auglýsa útboð á framkvæmdum við skólaeldhús Grundaskóla.

6.Íþróttamiðstöð Jaðarsbökkum - starfshópur.

1012045

Fundargerð starfshópsins frá 13/12 2010.

Lögð fram.

7.Rekstur Akranesvallar og -hallar og æfingasvæðis að Jaðarsbökkum.

1010008

Erindi Knattspyrnufélags ÍA, þar sem óskað var eftir viðræðum um yfirtöku félagsins á rekstri Akranesvallar og Akraneshallar.

Formanni framkvæmdaráðs, forseta bæjarstjórnar og framkvæmdastjóra framkvæmdastofu falið að ræða við fulltrúa félagsins.

8.Íþróttamiðstöðin Jaðarsbökkum - rekstur íþróttavallar.

912005

Skýrsla Grastec ehf um fyrirkomulag og kostnað við enduruppbyggingu æfingarsvæða á Jaðarsbökkum.

Samþykkt að boða skýrsluhöfund til viðræðna á næsta fund ráðsins. Framkvæmdastjóra falið að kynna stjórn KFÍA skýrsluna.

9.Framkvæmdastofa - rekstraryfirlit 2010

1002242

Rekstraryfirlit Framkvæmdastofu fyrir árið 2010 m.v. stöðu bókhalds 10/1 2011.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu bókhalds hvað rekstrar- og fjárfestingar varðar sem heyra undir Framkvæmdastofu.

10.Íþróttahús Vesturgötu 130-Klæðning lágbygginga.

805035

Fundargerð dags. 21/12 2010 um opnun tilboða.
Fimm tilboð bárust í verkið:
Ari Oddsson, kr. 49.957.300.-
HÁ Byggingaverktakar, kr. 41.612.760.-
Sjammi ehf. kr. 45.325.930.-
Trésmiðjan Akur kr. 57.698.545.-
Trésmiðjan Akur, fáviksboð, kr. 55.428.025.-
Selhús ehf. kr. 43.194.800.-
Kostnaðaráæltun kr. 44.265.000.-

Með hliðsjón af því að fjárheimild fékkst ekki til umrædds verks í fjárhagsáætlun ársins 2011 samþykkir Framkvæmdaráð að verkið verði ekki framkvæmt á árinu 2011, og framkomnum tilboðum hafnað.

11.Uppsögn á starfi

1101038

Bréf Snjólfs Eiríkssonar garðyrkjustjóra dags. 21.11.2010 þar sem hann segir upp störfum.

Framkvæmdaráð þakkar Snjólfi fyrir hans störf í þágu bæjarfélagsins og felur framkvæmdastjóra að auglýsa starfið laust til umsóknar.

12.Ægisbraut, malbikun.

1002017

Verkfundargerðir nr.4 frá 10. desember 2010,nr.5 frá 15. desember 2010 og nr.6 frá 6.janúar 2011.

Lagðar fram.

Fundi slitið - kl. 18:50.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00