Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

100. fundur 12. júní 2013 kl. 17:00 - 18:40 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Benediktsson formaður
  • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Gunnhildur Björnsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Hagaflöt 9 - byggingargallar

1306001

Björn Kjartansson og Benjamín Jósefsson, eigendur íbúða í fasteigninni, mættu á fund ráðsins og gerðu grein fyrir þeim vandamálum sem íbúar hafa verið að glíma við vegna byggingargalla sem fram hafa komið.

Framkvæmdaráð óskar eftir því að lögmaður Akraneskaupstaðar fari yfir málið og leggi fram samantekt fyrir ráðið.

2.Vinnuskóli Akraness - starfsemi 2013

1306022

Einar Skúlason mætti á fund ráðsins og gerði grein fyrir fjölda umsókna að Vinnuskóla fyrir sumarið 2013 ásamt tillögum um vinnutíma.

Framkvæmdaráð fellst á tillögurnar.

3.Útboð - sláttur á opnum svæðum.

1011129

Brynjólfi Ottesen hefur verið tilkynnt um fyrirhugaða riftun verksamnings og gefinn kostur á andsvörum.

Lagt fram.

4.Sláttur opinna svæða 2013 - verðkönnun og verksamningur

1306087

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir niðurstöðum úr opnun tilboða frá því fyrr í dag.
Lægsta tilboð var frá Gísla S. Jónssyni ehf að fjárhæð kr. 10.585.386,-.

Framkvæmdastjóra falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

5.KFÍA - framkvæmdasamningur um endurbyggingu æfingasvæðis á Jaðarsbökkum 2013

1301566

Greinargerð Þórðar Guðjónsson, framkvæmdastjóra um framkvæmdir KFÍA við endurbyggingu æfingarsvæða á Jaðarsbökkum.

Lagt fram.

6.Faxabraut 3 - eignarhluti Akraneskaupstaðar.

907040

Samkv. samþykkt bæjarstjórnar frá 21.6.2011 var ákveðið að selja eignarhluta kaupstaðarins í Faxabraut 3. Eignin er óseld.
Borist hefur beiðni frá Magnúsi Garðarssyni f.h. óstofnaðs hlutafélags um leigu á eigninni til allt að 12 mánaða með forkaupsrétti að leigutíma loknum.

Framkvæmdaráð fellst á erindið.

7.Kirkjubraut / Kalmansbraut, breyting á gatnamótum

1302162

Framkvæmdastjóri kynnti drög að útboðsgögnum vegna verkefnisins.

Framkvæmdaráð felur framkvæmdastjóra að láta ljúka við gögnin og leggja fyrir ráðið.

Fundi slitið - kl. 18:40.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00