Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

40. fundur 09. júní 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Erindi félagsmálastjóra 2010

1006032

Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri og Ingibjörg Gunnarsdóttir yfirfélagsráðgjafi mættu á fundinn kl. 16:00 og lögðu fram þrjú erindi. (afgreiðsla trúnaðarmál)

2.Dansleikjahald - fyrirspurn júní 2010

1006038

Framkvæmdastjóri kynnti fyrirspurn sem komið hefur um hvaða reglur gilda um að halda dansleik fyrir 16 ára og eldri.

3.Barnaverndarlög - endurskoðun júní 2010

1006039

Lagðar fram umsagnir Guðjóns Bragasonar lögfræðings Sambands ísl. sveitarfélaga og Hrefnu B. Jónsdóttur framkvæmdastjóra SSv um frumvarp til laga um barnavernd. Fjölskylduráð tekur undir umsagnir Sambandsins og SSV.

4.Fjárhagur stofnana fjölskyldustofu 2010

1003153

Framkvæmdastjóri lagði fram upplýsingar um rekstur stofnana Fjölskyldustofu fyrstu 4 mánuði ársins. Málin rædd.

5.Gæsluvöllur sumarið 2010

1005055

Framkvæmdastjóri lagði fram minnisblað um gæsluvöll. Reiknað er með að gæsluvöllurinn opni 5. júlí og verður opinn til júlíloka.

6.Móttökudeild skólaárið 2009-2010 -skýrsla

1006031

Fundarmenn höfðu fengið senda skýrslu Sigurveigar Kristjánsdóttur um starf móttökudeild Grundaskóla skólaárið 2009 -2010. Fundarmenn þakka skýrsluhöfundi fyrir greinargóða skýrslu.

7.Skátafélag Akraness - þjónustusamningur

1005037

Bæjarráð vísaði erindi Bandalags ísl. skáta og Skátafélags Akraness um gerð þjónustusamning við Akraneskaupstað. Fjölskylduráð samþykkir að boða formann Bandalags ísl. skáta og formann Skátafélags Akraness á fund í ágúst.

8.Sprotasjóður 2010-2011

1006020

Sprotasjóður styrkti verkefnið "Velferð barna" sem Fjölskyldustofa sótti um í samstarfi við skóla og fleiri aðila um kr. 2.000.000.- Verkefnið fellst m.a. í millimenningarfræðslu. Fjölskylduráð fagnar því að verkefnið hafi fengið svo góðan stuðning Sprotasjóðs.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00