Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

127. fundur 05. nóvember 2013 kl. 16:30 - 18:30 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Dagný Jónsdóttir formaður
  • Þröstur Þór Ólafsson varaformaður
  • Sveinn Kristinsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
  • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Heimsendur matur - tillaga að fyrirkomulagi

1310215

Á fundinn mættu kl. 16:30 Laufey Jónsdóttir verkefnastjóri heimaþjónustu og Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri. Laufey fór yfir þær leiðir sem færar eru í akstri á heimsendum mat. Fjölskylduráð felur Laufeyju að auglýsa eftir aðilum til að taka að sér þetta verkefni, sem gæti verið annars vegar verið verktakavinna eða starfsmaður innan heimaþjónustunnar.

2.Gjaldskrá heimaþjónustu - tillaga

1211157

Laufey lagði fram tillögu að nýju fyrirkomulagi að gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu. Laufeyju er falið að gera breytingar á tillögum á reglum um félagslega heimaþjónustu í samræmi við umræður á fundinum. Málið verður aftur tekið fyrir á næsta fundi fjölskylduráðs.

Laufey og Sveinborg viku af fundi kl. 17:25.

3.Dagur gegn einelti -8. nóvember

1310180

Á fundinn mættu kl. 17:25 Magnús V. Benediktsson frá Brekkubæjarskóla, Hrönn Ríkharðsdóttir frá Grundaskóla áheyrnafulltrúar skólastjórnenda, Borghildur Birgisdóttir og Elís Þór Sigurðsson áheyrnafulltrúar starfsmanna grunnskóla og Elísabet Ingadóttir áheyrnafulltrúi foreldra.
Bréf lagt fram frá Illuga Gunnarssyni mennta- og menningarmálaráðherra og Eygló Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra sem minnt er á baráttu dag gegn einelti í samfélaginu sem er 8. nóvember. Dagurinn er haldinn verður haldinn hátíðlegur í þriðja sinn föstudaginn 8. nóvember og markmiðið með deginum er að vekja sérstaka athygli á málefninu og hversu alvarlegt einelti er. Í tengslum við baráttudaginn 2011 undirrituðu fulltrúar stjórnvalda, sveitarfélaga, félagasamtaka og opinberra stofnana þjóðarsátt gegn einelti og lýstu þar með vilja sínum til að leggja þessu málefni lið. Hvatt er eindregið til þess að sem flestir undirriti sáttmálann og sýni þar með hug sinn í verki. Það er hægt að gera á heimasíðu verkefnisins www.gegneinelti.is
Verkefnisstjórn um aðgerðir gegn einelti mun standa fyrir dagskrá sem er auglýst er á heimasíðunni en í tilefni dagsins munu bjöllur, klukkur og skipsflautur óma í sjö mínútur um allt land frá kl. 13:00-13:07, ein mínúta fyrir hvern dag án eineltis. Með bréfinu er skólasamfélagið, vinnustaðir og samfélagið í heild til að taka saman höndum og helga 8. nóvember baráttu gegn einelti með einhverjum hætti.

4.Tillögur til úrbóta í framtíðarhúsnæðismálum grunnskóla -

1302141

Farið var yfir uppbyggingu skýrslunnar og helstu tillögur starfshópsins. Umræður um ólíkar leiðir. Fjölskylduráð vísar skýrslu starfshópsins til umsagnar hjá skólastjórnendum grunnskólanna, skólaráðum, nemendaráðum grunnskólanna og Skagaforeldrum. Óskað er eftir að umsagnir berist fjölskylduráði eigi síðar en 1. janúar 2014.

Magnús, Hrönn, Borghildur, Elís og Elísabet viku af fundi kl. 18:05.

5.FIMA - húsnæðismál

1310193

Bréf lagt fram frá Fimleikafélagi AKraness (FIMA) um aðstöðuleysi félagsins.

6.Fjöliðjan - breytt skipulag frá 1. janúar 2014

1311003

Fjölskylduráð samþykkir að rekstri Fjöliðjunnar verði skipt upp milli Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00