Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

60. fundur 28. febrúar 2011 kl. 16:30 - 18:10 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður
  • Guðmundur Páll Jónsson varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
  • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Fjárhagserindi - áfrýjun 2011

1102353

Beiðni um styrk vegna fyrirframgreiðslu á húsaleigu.

Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri mætti á fundinn kl. 16:30 og lagði fram erindi. Afgreiðsla trúnaðarmál.

2.Fjárhagserindi - áfrýjun 2011

1102344

Beiðni styrk vegna fyrirframgreislu húsaleigu.

Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri lagði fram erindi. Afgreiðsla trúnaðarmál.

3.Fjárhagserindi - áfrýjun 2011

1102343

Beiðni um styrk vegna fyrirframgreiðslu húsaleigu.

Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri lagði fram erindi. Afgreiðsla trúnaðarmál.

4.Fjárhagserindi - áfrýjun 2011

1102342

Beiðni um aðstoð við greiðslu á sálfræðiviðtölum.

Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri lagði fram erindi. Afgreiðsla trúnaðarmál. Sveinborg vék af fundi kl. 17:00.

5.Foreldrafélög grunnskólanna

1102354

Fulltrúar foreldrafélaga grunnskólanna hafa óskað eftir að koma á fund fjölskylduráðs

Elísabet Ingadóttir, Sigríður Guðbjartsdóttir, Brynhildur Björnsdóttir, Ása Líndal Hinriksdóttir, Friðbjört Sigvaldadóttir, Jóna Björk Sigurjónsdóttir, Ólöf Lind Ólafsdóttir, Brian Daniel Marshall og Alexander Eck fulltrúar í stjórnum foreldrafélaga grunnskólanna, Brekkubæjarskóla og Grundaskóla mættu á fundinn kl. 17:00.

Umræða um vinnu og starf með börn með ADHD greiningu í skólum. Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri kynnti tilraunaverkefni sem Akraneskaupstaður hlaut styrk fyrir á grundvelli samstarfssamnings velferðarráðuneytisins, heilbrigðisráðuneytisins, mennta- og menningarráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Styrkurinn er ætlaður til tilraunaverkefna til að efla stuðnings- og nærþjónustu við langveik börn og börn með ofvirkni og athyglisbrest. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á heimasíðu undir skólar-útgefið efni.

Umræða um vetrarfrí í grunnskólum.

Stjórn foreldrafélagana viku af fundi 18:10.

Fundi slitið - kl. 18:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00