Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

98. fundur 16. október 2012 kl. 16:30 - 19:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Þröstur Þór Ólafsson formaður
  • Dagný Jónsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
  • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnastjóri
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Kynning á verkefni og samstarfi við Akraneskaupst. vegna innflytjenda

1209135

Anna Lára Steindal framkvæmdastjóri Rauða krossins, Akranesi mætti á fundinn kl. 16:30. Hún fór yfir samstarfsverkefni Akranesdeildar Rauða krossins og Akraneskaupstaðar í gegnum tíðina. Verkefnin snerta ýmsa þætti í starfsemi kaupstaðarins. Tveir samningar eru í gildi milli ARK og Akraneskaupstaðar árið 2012. Anna Lára fór af fundi kl. 17:20.

2.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2012.

1205132

Svala mætti á fundinn kl. 17:20.

Bréf Jóns Pálma Pálssonar bæjarritara lagt fram, um stöðulista úr bókhaldi vegna þeirra málaflokka sem falla undir umsjón Fjölskyldustofu. Óskað er eftir að fjölskylduráð fjalli um stöðuna.

3.Fjárhagsáætlun 2013 - Fjölskyldustofa

1208119

Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri lagði fram minnisblað vegna fjárhagsáætlunar 2013.

4.Fjárhagsáætlun 2012- fjölskyldustofa

1110153

Fjölskylduráð fjallaði um stöðu fjármála fjölskyldustofu. Ljóst er að umtalsverð útgjaldaaukning hefur orðið í nokkrum einingum félagsþjónustunnar. Skýringar eru af ýmsum toga svo sem að útgjöld hafa verið vanáætluð við fjárhagsáætlunargerð, ákvarðanir hafa verið teknar sem leiddu til aukinna útgjalda og einnig ófyrirséðar aðstæður.

Félagsmál 02

Félagsmálaskrifstofan 02-02

Fjölskylduráð fól framkvæmdastjóra að gera bráðabirgðasamkomulag við starfsmenn barnaverndar um bakvakt utan dagvinnutíma. Um var að ræða hækkun greiðslan sem á ársgrundvelli nema um kr. 1.500.000. Leitað var eftir samstarfið við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu um samvinnu en ekki náðist samkomulag innan höfuðborgarsvæðisins og því varð enginn árangur af þeirri umleitan. Því óskað fjölskylduráð eftir viðbótarfjárveitingu að upphæð kr. 1.500.000 til að standa undir viðbótarkostnaði.

Tilsjónarmenn 02 -13

Lagt er til að færðar verði kr. 1.500.000 af liðnum Liðveisla (02-54) til að mæta þeim halla sem liggur fyrir að verði á þessum lið.

Niðurgreiðsla dvalargjalda 02-16

Ljóst er að ekki er nægilega áætlað vegna niðurgreiðslna dvalargjalda hvorki vegna þjónustu dagforeldra né afsláttar af leikskólagjöldum.

Fjölskylduráð óskar eftir aukafjárveitingu vegna þessara útgjalda, annars vegar kr. 6.500.000 vegna niðurgreiðslna gjalda til dagforeldra og kr. 4.200.000 vegna afsláttar af leikskólagjöldum.

Húsaleigubætur 02 -19

Greiðslur sérstakra húsaleigubóta eru um kr. 1.500.000 umfram áætlun. Breyting á reglum vegna sérstakra húsaleigubóta hefur leitt til lækkandi útgjalda sem nemur milli kr. 400.000 ? 500.000 á mánuði en reglurnar tóku gildi um mitt ár.

Fjölskylduráð óskar eftir að framkvæmdastjóri skoði nánar hve mikil útgjaldaaukning verði til ársloka og sendi erindi þess efnis til bæjarráðs.

Rekstur sambýla 02-26 og 02-27

Ekki liggur ljóst fyrir hve stór upphæð verður í umframútgjöld vegna langtímaveikinda starfsmanna. Framkvæmdastjóra falið að sækja í varasjóð Þjónustusvæðis Vesturlands vegna langtímaveikinda starfsmanna.

Barnavernd 02-32

Ljóst er að útgjöld vegna barnaverndarmála verða hærri en áætlað er í fjárhagsáætlun. Gera má ráð fyrir að útgjöld verði í það minnsta kr. 2.000.000 umfram áætlun.

Fjölskylduráð óskar eftir viðbótarfjárveitingu að upphæð kr. 2.000.000.-

Heimsendur matur aldraðra 02-04

Nauðsynlegt reyndist að endurnýja bakka að upphæð kr. 200.000 og aukinn kostnaður vegna útkeyrslu má áætlað að verði kr. 200.000 á árinu.

Fjölskylduráð óskar eftir kr. 400.000 viðbótarframlagi.

Heimaþjónusta 02-55

Þessi rekstur er í jafnvægi fyrstu 9 mánuði ársins en fyrirsjáanleg er aukning þjónustu vegna mikils álags. Eingöngu er gert viðvart um að um auka útgjöld verði að ræða.

Fræðslumál

Leikskólar

Fleiri börn eru innrituð í leikskólana nú í haust en áður. Við samantekt kemur í ljós að starfsmannaaukning er frá 1. september í Akraseli sem nemur 2,5 stöðugildum. Í hinum leikskólunum hefur starfsmannahald dregist saman sem nemur u.þ.b. 2 stöðugildum. Leitað er álits bæjarráðs um hvort færa eigi fjárheimildir milli leikskóla í takt við ofangreint.

Einnig var sparnaður sem nemur u.þ.b. einu stöðugildi vegna sumarlokunar leikskóla. Ekki er því um aukna fjárþörf að ræða til málaflokksins.

Grunnskólar

Umfang kennslu hefur minnkað í Brekkubæjarskóla sem og fjöldi stuðningsfulltrúa en aukning hefur orðið í Grundaskóla þar sem nemendum hefur fjölgað. Ekki er um aukna fjárþörf að ræða vegna grunnskólahalds en spurning hvort og hvernig á að millifæra milli stofnanna.

Niðurskurður kom til framkvæmda í grunnskólastarfi eins og ákveðið var. Niðurskurðurinn felst í skerðingu kennslustunda til sérkennslu (10%), heimildir til ráðninga almennra starfsmanna minnkuð um samtals 40% og framlag til nýbúakennslu var ekki hækkað í takt við aukin framlög frá Jöfnunarsjóði.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00