Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

65. fundur 19. apríl 2011 kl. 16:00 - 18:20 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður
  • Guðmundur Páll Jónsson varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
  • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnisstjóri
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
  • Sólveig Sigurðardóttir félagsráðgjafi
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsstaða stofnana 2011

1103148

Sólveig Sigurðardóttir félagsráðgjafi og Sveinborg L. Kristjánsdóttir félagsmálastjóri kynntu ýmsar upplýsingar og nánari greiningu á fjárhagsaðstoð fyrstu þrjá mánuði ársins 2011.

Á grundvelli þess minnisblaðs sem fylgdi með fundarboði, sem fjallar um aukningu á fjárhagsaðstoð og annarra liða undir félagsþjónustunni, felur Fjölskylduráð framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu að gera tillögu til bæjarráðs um viðbótarfjárveitingu vegna þessa.

Sólveig og Sveinborg viku af fundi 16:45.

2.Úthlutun úr Endurmentunarsjóði grunnskóla 2011

1104049

Fjölskyldustofu hefur borist svar Endurmenntunarsjóðs grunnskóla vegna ársins 2011. Samtals nemur styrkurinn kr. 450.000. Styrkurinn er veittur á grundvelli umsókna um áframhaldandi endurmenntun í tengslum við Byrjendalæsi, Orð af orði og 6 1 trait kennsluaðferð ritunar.

Lagt fram.

3.Forvarnardagurinn 2010

1104066

Forvarnardagurinn 2010 var haldinn 3. nóvember 2010 í fimmta sinn. Nemendur í 9. bekkjum unnu þá verkefni þar sem leitað var eftir sjónarmiðum nemenda t.d varðandi hvað nemendur vilja gera oftar með fjölskyldum sínum. Með fundarboði fjölskylduráðs fylgir ítarleg skýrsla um viðhorf nemenda í 9. bekkjum.

Lagt fram.

4.Sumarnámskeið 2011

1104045

Bréf frá rekstraraðilum Reykjadals í Mosfellssveit þar sem upplýst er um að umsóknir um sumardvöl hefur borist vegna fatlaðra einstaklinga samtals 5 vikna dvöl. Reiknað er með að sveitarfélög sem taka þátt í verkefninum greiði kr. 40.900 fyrir hverja viku. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra óskar eftir staðfestingu Akraneskaupstaðar á þátttöku í verkefninu sumarið 2011.

Fjölskylduráð staðfestir þátttöku Akraneskaupstaðar í verkefninu.

5.FTÍ-Umsókn um leikskólavist 12.1.3

1012062

Í verklagsreglum um leikskóla Akraneskaupstaðar segir í grein 1.3 "Barn getur innritast í leikskóla á því ári sem það verður tveggja ára. Við innritun er horft til aldurs barns þannig að eldri börn hafa forgang umfram þau yngri. Leitast er við að systkini séu í sama leikskóla. Innritun fer að jafnaði fram í júní-ágúst" Fjölskyldustofu hefur borist ósk frá foreldri, Öldu Róbertsdóttur, um að fá að mæta á fund fjölskylduráðs til að ræða þessa grein verklagsreglna og fleira tengt starfsemi leikskóla á Akranesi.

Áheyrnafulltrúar leikskóla mættu á fundinn kl. 17:00, Ingunn Ríkharðsdóttir og Árný Örnólfsdóttir. Alda Róbertsdóttir mætti á fundinn kl. 17:00. Rætt um verklagsreglur leikskóla og fyrirkomulag innritunar. Einnig rætt um þjónustu dagforeldra.

Alda vék af fundi 17:40.

6.Starfsréttindi og ráðningar í leikskólum

1104071

Samkvæmt lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 87/2008 skal hlutfall leikskólakennara vera að lágmarki 2/3 hlutar stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í hverjum leikskóla. Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri lagði fram útreikninga á slíku hlutfalli í hverjum leikskóla á Akranesi.

Árný lagði fram bréf frá leikskólakennurum á Akranesi þar sem fram kom ósk þeirra um aðkomu að ákvörðun Akraneskaupstaðar í samræmi við 9. gr. laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 87/2008. Fjölskylduráð mun boða trúnaðarmenn leikskólakennara á næsta fund ráðsins til viðræðna um málið.

Fundi slitið - kl. 18:20.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00