Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

72. fundur 06. september 2011 kl. 16:30 - 18:30 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
  • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnisstjóri
  • Elsa Lára Arnardóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Leikskólastarf 2011-2012

1109023

Á fundinn mættu Anney Ágústsdóttir leikskólastjóri Akrasels, Sigurður Sigurjónsson aðstoðarleikskólastjóri Akrasels, Brynhildur Björg Jónsdóttir leikskólastjóri Vallarsels, Ingunn Ríkharðsdóttir leikskólastjóri Garðasels, Margrét Þóra Jónsdóttir leikskólastjóri Teigasels, Rósa Kristín Guðnadóttir áheyrnafulltrúi foreldra og Friðbjörg Sigvaldadóttir áheyrnafulltrúi starfsmanna. Leikskólastjórar fóru yfir starfsemina á komandi skólaári. Farið yfir ýmis atriði tengt skólaárinu s.s. skóladagatal, starfsáætlun, barna- og starfsmanna fjölda, þróun og nýbreytni. Starfsáætlanir er hægt að nálgast fljótlega á heimasíðum skólanna.

Anney, Sigurður, Ingunn og Margrét Þóra viku af fundi 17:30.

2.Ósk um breytingu á skipulagsdögum 2011-2012

1109040

Leikskólinn Akrasel óskar eftir því að fá að færa starfsdagana 2. janúar og 10. apríl til 18. og 20. apríl eða 30. apríl og 2. maí vegna fyrirhugaðrar námsferðar. Fjölskyduráð samþykkir þessa beiðni þar sem foreldráð og foreldrafélag leikskólans sjá því ekkert til fyrirstöðu. Brynhildur Björg, Rósa Kristín og Friðbjörg viku af fundi 17:37.

3.Þorpið - starfsemi 2011-2012

1109024

Heiðrún Janusardóttir verkefnisstjóri æskulýðs- og forvarnamála mætti á fundinn 17:38. Heiðrún fór yfir starfsemi Þorpsins á komandi starfsári 2011-2012. Fjölbreytt starfsemi er í Þorpinu til viðbótar við hefðbundna starfsemi s.s. frístundaklúbbur fyrir fatlaða nemendur í 5. -10. bekk eftir að skóla lýkur, gaman saman verkefnið, vinahópar. Hægt er að nálgast upplýsingar um starfsemi Þorpsins á heimasíðu. Heiðrún vék af fundi 18:10.

4.Samningur um heimakstur máltíða fyrir elli- og örorkuþega jan. 2010

1001075

Fjölskylduráð hefur fjallað um beiðni Eiríks um breytinga á samning um heimakstur til hækkunar vegna verðlagshækkana. Breytingin felur í sér hækkun á daglegu endurgjaldi sem nemur kr. 500. Fjölskylduráð samþykkir breytinguna á samningnum fyrir sitt leyti. Fjölskylduráð telur eðlilegt að heimsendingakostnaður verði hækkaður til að standa straum að hækkun á samning. Framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu falið að kynna málið í bæjarráði.

5.Búseta og þjónusta við fatlaða - Fasteignir ríkisins

1105072

Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu kynnti að Akraneskaupstað stendur til boða að kaupa sambýlin við Laugarbraut og Vesturgötu sem og húsnæði Fjöliðjunnar. Framkvæmdastofa hefur fengið verðmat frá fasteignasölum og einnig gert sjálfstæða úttekt á húsnæðinu. Framkvæmdastjóri framkvæmdastofu, bæjarritari, fjármálastjóri og framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu hafa farið yfir málið og mæla með því að bæjarráð hlutist til um að gengið verði til samninga við fulltrúa Jöfnunarsjóðs um kaup á húsnæðinu.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00