Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf. og ehf.
14. fundur stjórnar Fasteignafélags Akraneskaupstaðar slf. var haldinn í fundarherbergi bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18, þriðjudaginn 11. desember 2008 og hófst hann kl. 17:00.
Mætt: Karen Jónsdóttir, formaður,
Gunnar Sigurðsson,
Rún Halldórsdóttir,
Bæjarstjóri: Gísli S. Einarsson,
Bæjarritari: Jón Pálmi Pálsson.
Bæjarritari, Jón Pálmi Pálsson, ritaði fundargerð.
Fyrir tekið:
1. Samningur við Virkjun ehf dags. 8. desember 2008 um viðbótarverk vegna breytinga á hitalögunum, staðsetningu nokkurra veggja, borði fyrir vask í ljósmyndasafni og breytingu á rennihurðum. Fyrir liggur samþykkt og tillaga framkvæmdanefndar um breytingarnar. Kostnaður við breytingarnar eru 3,4 milljónir miðað við verðlag í ágúst s.l.
Samningurinn samþykktur.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16:15.