Fara í efni  

Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf. og ehf.

7. fundur 14. desember 2007 kl. 16:30 - 17:00

Ár 2007, föstudaginn 14. desember 2007 kom stjórn Fasteignafélags Akraneskaup­staðar slf. saman til fundar  í fundarsal bæjarskrifstofu að Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 16:30.

 


Mætt:              Karen Jónsdóttir formaður,

                      Gunnar Sigurðsson,

                      Guðmundur Páll Jónsson,

                      Jón Pálmi Pálsson

 

Auk  þeirra  Gísli S. Einarsson bæjarstjóri  og Jón Pálmi Pálsson bæjarritari sem einnig skrifaði fundargerð.


 

Fyrir tekið:

 

1.   Afsal vegna Dalbrautar 1, Tónlistarskóla, dags. 12.12.2007.  Fyrir liggur að Smáragarður ehf. hefur gefið út afsal vegna eignarinnar til Fasteignafélags Akraneskaupstaðar og jafnframt gengið frá eignaskiptayfirlýsingu vegna eignarinnar til byggingarfulltrúa. 

Afsalið samþykkt.  Bæjarstjóra falin að undirritun þess og þinglýsing.

 

2.    Samkomulag við Smáragarð ehf.  og Húsbygg ehf. um lokafrágang og uppgjör vegna Dalbrautar 1, Tónlistarskóla, dags. 13.12.2007.  Meðfylgjandi samkomulaginu er minnisblað sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs, dags. 6.12.2007, um viðbótargreiðslur ásamt lokaúttekt á verkinu.

 

Meirihluti nefndarinnar samþykkir uppgjörið og þakkar nefndarmönnum í framkvæmdanefnd  fyrir vel unnin störf, enda verkið  eitt af örfáum verkum sem standast jafnvel verksamninga og raun ber vitni um eða um 2,5% frávik frá verksamningi.

Guðmundur Páll situr hjá við afgreiðslu málsins og vísar til skýrslu framkvæmdanefndar þar sem viðbótarverkum var hafnað en eru hluti samkomulags þessa.

 

Meirihluti nefndarinnar vísar til bréfs sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs þar sem fram kemur að  aðgerðir sem gerðar voru, voru nauðsynlegar og því eðlilegt að samþykkja umræddan viðbótarkostnað.

 

     

                                         Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:00.

 

                                         Jón Pálmi Pálsson (sign)

                                         Gunnar Sigurðsson (sign)

                                         Karen Jónsdóttir (sign)

                                         Guðmundur Páll Jónsson (sign)

                                          Gísli S. Einarsson (sign)

 

 

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00