Fara í efni  

Byggingarnefnd (2000-2006)

1250. fundur 27. nóvember 2001 kl. 17:00 - 19:00

1250. fundur byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, þriðjudaginn 27. nóvember 2001, kl. 17:00.

Mættir á fundi: Þráinn Ólafsson formaður,
 Guðlaugur I. Maríasson,
 Helgi Ingólfsson,
 Gunnar Ólafsson.
Auk þeirra Þorvaldur Vestmann sviðstjóri tækni- og umhverfissviðs, Jóhannes K. Engilbertsson og Magnús Þórðarson byggingar- og skipulagsfulltrúi.  Ritari var Hafdís Sigurþórsdóttir.

1. Suðurgata 92, niðurrif.    (000.881.15)
560269-5369 Sementsverksmiðjan hf.,  Faxabraut 11, 300 Akranesi.
Umsókn Gunnars H. Sigurðssonar fyir hönd Sementsverksmiðjunnar um heimild til að rífa ofangreint hús.  Ljósmyndir hafa borist af byggingunni.  Álit minjavarðar Vesturlands og Vestfjarða dags. 19. sept. Sl. Liggur fyrir.  Umsögn forstöðumanns Byggðasafns Akraness og nærsveita dags. 7. sept. sl.
Gjöld kr.  2.900,-
Samþykkt af byggingar- og skipulagsfulltrúa dags. 8. nóv. 2001.

Liður 1 hefur verið samþykktur af byggingar- og skipulagsfulltrúa samkvæmt skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997 með síðari breytingum.
Byggingarnefnd staðfestir afgreiðslu byggingar- og skipulagsfulltrúa.

2. Stillholt 23 (000.593.04)
Bréf Hjörleifs Jónssonar dags. 21. nóv. 2001.
Byggingarnefnd vill koma á framfæri að þar sem fyrra byggingarleyfi var fallið úr gildi, falla jafnframt allar uppáskriftir meistara úr gildi.  Þetta ætti umsækjanda að vera fullljóst sem byggingarstjóra. Byggingarfulltrúa er skylt að neita úttekt við þessar kringumstæður, þar sem tilskilin gögn eru ekki fyrirliggjandi.  Þess má geta að hönnuðir eru ekki löggiltir úttektaraðilar, eingöngu byggingarfulltrúi eða aðili sem hann tilnefnir.

Samkvæmt bréfi dags. 21. nóv. s.l. var Hjörleifi Jónssyni gefinn frestur til og með 26. nóv. til að skila inn fullnægjandi gögnum vegna framkvæmda við Stillholt 23. Ennþá vantar að gera fullnægjandi grein fyrir járnabendingu á gólfplötu 2. hæðar, gera grein fyrir utanhússklæðningu, nánari útfærslu á uppdráttum Magnúsar H. Ólafssonar og skila inn uppdráttum vegna þaks, en einu gildir hvort um sé að ræða mannvirki til bráðabirgða eða ekki.  Byggingarnefnd samþykkir að framlengja áður gefinn frest um eina viku, eða til og með 4. des. n.k., en innan þess tíma ber byggingarstjóra að fullnægja þeim kröfum sem gerðar hafa verið.  Verði svo ekki gert mun byggingarnefnd beita fyrir sig ákvæðum byggingarreglugerðar, gr. 212  án frekari tafa.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00