Fara í efni  

Byggingarnefnd (2000-2006)

1248. fundur 06. nóvember 2001 kl. 17:00 - 18:50

1248. byggingarnefndar Akraness var haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, þriðjudaginn 6. nóvember 2001 kl. 17:00.

Mættir á fundi: Þráinn Ólafsson formaður,
 Gunnar Ólafsson,
 Davíð Kristjánsson,
 Guðlaugur I. Maríasson,
 Benedikt Jónsson.
Auk þeirra Jóhannes K. Engilbertsson slökkviliðsstjóri og Magnús Þórðarson byggingar- og skipulagsfulltrúi.  Fundargerði ritaði Hafdís Sigurþórsdóttir.

1.1. Háholt 16, nýtt hús.   (000.841.09) Mál nr. BN000119
610596-2829 Trésm. Þráins E Gíslasonar sf., Jörundarholti 30, 300 Akranesi
Umsókn Runólfs Þ. Sigurðssonar fyrir hönd Trésmiðju Þráins um heimild til að breyta þakgerð kvista úr bogadregnum kvistum í sama halla og er á þaki hússins.
Meðfylgjandi er teikning af breytingunni, hönnuð af Gísla S. Sigurðssyni, Hjarðarholti 5, Akranesi.
Gjöld kr. 2,900,-
Samþykkt af byggingar- og skipulagsfulltrúa 25. október 2001.

1.2. Höfðasel 5, nýtt hús.   (001.321.06) Mál nr. BN000099
230353-5819 Júlíus Magnús Ólafsson, Garðabraut 43, 300 Akranesi
Umsókn Sæmundar Víglundssonar fyrir hönd Júlíusar um heimild til að breyta áður samþykktum teikningum.  Breytingin fellst í að gluggum er fækkað og breytt, meðfylgjandi er teikning Sæmundar Víglundssonar tæknifræðings.
Gjöld kr.   2.900,-
Samþykkt af byggingar- og skipulagsfulltrúa 25. október 2001.

Liður 1.1. og 1.2. hefur verið samþykktur af byggingar- og skipulagsfulltrúa samkvæmt skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997 með síðari breytingum.

2. Akursbraut 9, viðbygging.   (000.913.07) Mál nr. BN010120
580995-2179 Akursbraut ehf., Fífurima 24, 112 Reykjavík
Umsókn Eggert Guðmundssonar fyrir hönd Akursbrautar um heimild til að byggja tvær hæðir og fimm hæða viðbygging fyrir geymslur og lyftu.  Meðfylgjandi er teikning Eggerts Guðmundssonar byggingafræðings, T11 teiknistofunni, Smiðjuvegi 11, Kópavogi.
Stærðir fyrir breytingu:    675,0 m2 2667,0 m3
Stærðir eftir breytingu: 1.165,1 m2 4719,3 m3
Samþykkt m3.:  3387,0 m3
Mismunur:    490,0 m2 1332,3 m3
Gjöld kr. 979,138,-
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið.

3. Háteigur 11, bréf.   (000.931.09) Mál nr. BN010119
Bréf bæjarritara fyrir hönd bæjarstjórnar dags. 24. október 2001 um álit húsafriðunarnefndar á varðveislugildi Stúkuhússins.
Byggingarnefnd telur að húsið hafi ekkert byggingarsögulegt gildi og sér ekki ástæðu til að varðveita það.  Nefndin bendir jafnframt á að samkvæmt lögum um húsafriðun nr. 104/2001, að þeir eigendur húsa sem reist eru fyrir 1918 er skylt að leita álits hjá húsafriðunarnefnd ríkisins ef þeir hyggjast fjarlægja húsin.

4. Jörundarholt 127, breyting.   (001.963.24) Mál nr. BN010101
260844-2539 Valdís Guðnadóttir, Jörundarholt 127, 300 Akranesi
Umsókn Valdísar um heimild til að setja hurð á stofu inn í geymslu í bílskúr, samkvæmt meðfylgjandi rissi.  Meðfylgjandi er bréf frá Brunamálastofnun.
Gjöld kr.  2.900,-
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið.

5. Skólabraut 23, svalir.   (000.867.12) Mál nr. BN010118
100469-5299 Kristján Helgason, Skólabraut 23, 300 Akranesi
Umsókn Kristjáns um heimild til að setja svalir á 1. hæð hússins og breyta glugga í svalahurð.  Meðfylgjandi er riss af fyirhugaðri framkvæmd.
Gjöld kr.  2.900,-
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið.

6. Steinsstaðaflöt 21, nýtt hús.    Mál nr. BN010117
050871-3399 Hörður Svavarsson, Lerkigrund 1, 300 Akranesi
Umsókn Jóhannesar Ingibjartssonar fyrir hönd Harðar um heimild til að reisa einbýlishús á ofangreindri lóð.  Meðfylgjandi er teikning gerð af Jóhannesi Ingibjartssyni byggingarfræðingi, Almennu verkfræðistofunni hf., Suðurgötu 57, Akranesi.
Stærðir húss: 182,0 m2 593,6 m3
Stærðir bílskúrs:   38,4 m2 121,0 m3
Gjöld kr.      1.514,784,-
Frestað.

7. Vesturgata 80, breyting.   (000.863.13) Mál nr. BN010116
190719-2439 Ingveldur Ásmundsdóttir, Vesturgata 80, 300 Akranesi.
Umsókn Ingveldar um heimild til að breyta neðri hæð hússins að Vesturgötu 80 úr iðnaði (ljósmyndastofu) í íbúðarhúsnæði.  Matshluta 02  sem er skráður sem iðnaður í bílskúr.
Nefndin lítur jákvætt á að breyta neðri hæð hússins í íbúðarhúsnæði, en skila þarf inn breytingu á húsnæðinu.  Samþykkt er að breyta notkun (mhl. 02) iðnaði í  bílskúr.

8. Vesturgata 81, niðurrif. (000.731.06) Mál nr. BN010115
100546-3539 Ingveldur Sverrisdóttir, Vesturgata 79, 300 Akranesi
Umsókn Ingveldar fyir hönd Sverris Bjarnasonar um heimild til að fjarlægja bílskúr á ofangreindri lóð.
Stærðir:  29,3 m2   -   76,0 m3.
Gjöld kr.  2.900,-
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið.
 9. Stillholt 2, viðbygging   (000.813.01) Mál nr. BN010121
230156-2399 Eggert Guðmundsson, Fífurima 24, 112 Reykjavík.
Umsókn Eggerts Guðmundssonar heimild til að hækka þak og breyta húsnæðinu í 3 íbúðir.  Meðfylgjandi er teikning Eggerts Guðmundssonar byggingafræðings, T11 teiknistofunni, Smiðjuvegi 11, Kópavogi.
Stærðir fyrir breytingu: 388,4 m2 1314,0 m3
Stærðir eftir breytingu: 581,1 m2 1948,1 m3
Mismurnur: 192,7 m2   634,1 m3
Gjöld kr.   1.089,990,-
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið.

10. Skarðsbraut 13-15, breyting.   (000.651.03) Mál nr. BN010057
581185-3759 Skarðsbraut 13-15, húsfélag., Skarðsbraut 13-15, 300 Akranesi
Áður frestaðri umsókn fyrir hönd húsfélagsins að Skarðsbraut 13-15 um heimild til að setja þak á anddyri, klæðningu utanhúss og breyta gluggum á stigahúsi.
Rúmmálsaukning:     17,6 m3
Gjöld kr. 34.684,-
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:50.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00