Fara í efni  

Byggingarnefnd (2000-2006)

1218. fundur 07. mars 2000 kl. 17:00 - 19:00
1218. fundur byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu Stillholti 16-18, þriðjudaginn 7. mars 2000, kl. 17:00.

Mættir: Þráinn Ólafsson formaður, Davíð Kristjánsson, Ólafur R Guðjónsson, Helgi Ingólfsson og Jóhannes K Engilbertsson.
Auk þeirra Skúli Lýðsson byggingar- og skipulagsfulltrúi og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.

1. Esjubraut 47, (01.000.543.01)
640774-1189 Pípulagningaþjónustan sf., Esjubraut 47, 300 Akranesi.
Umsókn Sæmundar Víglundssonar fyrir hönd Pípulagningarþjónustunnar um heimild til að byggja við húsið samkvæmt meðfylgjandi teikningu Sveins Jónssonar verkfræðings, Hönnun og ráðgjöf, Stillholti 16-18, Akranesi.
Stærðir: 313,5 m2 - 1.401,2 m3
Gjöld kr. 837.225,-
Samþykkt, byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að ljúka málinu.

2. Esjubraut 49, (01.000.544.01)
480794-2069 Bifreiðastöð Þórðar Þ Þórðarsonar ehf., Dalbraut 6, 300 Akranesi.
Umsókn Runólfs Sigurðssonar fyrir hönd Bifreiðastöðvar Þórðar um heimild til að reisa verslunarhús á ofangreindri lóð, samkvæmt teikningu Njarðar Tryggvasonar verkfræðings, Almennu verkfræði- og teiknistofunni ehf., Suðurgötu 57, Akranesi.
Stærðir: 396,8 m2 - 1656,7 m3
Gjöld kr. 2.513,076,-
Nefndin samþykkir umsóknina, en tekur jafnframt undir samþykkt skipulagsnefndar ?Skipulagsnefnd getur fallist á framkomna tillögu, með tilliti til notkunar lóðar og fyrirkomulag og staðsetningu á aðkomu að lóð miðað við að litið verði á aðkomu að lóð við núverandi hús sem bráðabirgða innkeyrslu.? byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að ljúka málinu.

3. Garðabraut 3-5, (01.000.654.04.03)
220963-5869 Þóra Guðrún Grímsdóttir, Laufbrekku 9, 200 Kópavogi.
Umsókn Runólfs Þ Sigurðssonar fyrir hönd Þóru um heimild til að breyta innra skipulagi íbúðar nr. 224-2719 á ofangreindri lóð samkvæmt teikningu Njarðar Tryggvasonar verkfræðings, Almennu verkfræði- og teiknistofunni ehf., Suðurgötu 57, Akranesi.
Gjöld kr. 2.600,-
Samþykkt, byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að ljúka málinu.

4. Mánabraut 21, (01.000.882.02)
190945-4059 Jón Rafns Runólfsson, Mánabraut 21, 300 Akranesi.
Fyrirspurn Runólfs Þ Sigurðssonar fyrir hönd Jóns um álit nefndarinnar á að staðsetja bílskýli og geymslu samkvæmt meðfylgjandi rissi..
Nefndin getur fallist á að reist verði bílskýli samkvæmt 113. gr. 9. liðar byggingarreglugerðar.

5. Suðurgata 16, (01.001.933.07)
280733-3429 Anna Markrún Sæmundsdóttir, Suðurgötu 16, 300 Akranesi.
Umsókn Sæmundar Víglundssonar fyrir hönd Önnu um heimild til að breyta og byggja nýtt þak samkvæmt teikningu Sveins Jónssonar verkfræðings, Hönnun og ráðgjöf, Stillholti 16-18, Akranesi.
Stærð fyrir breytingu: 710,0m3
Stærð eftir breytingu: 739,7m3
Mismunur 29,7 m3
Gjöld kr. 2.600,-
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið þar sem það er í fullu samræmi við skipulags- og byggingarlög.

6. Vesturgata 147, (01.000.712.01.02)
160356-2789 Gylfi Reynir Guðmundsson, Vesturgata 147, 300 Akranesi.
Fyrirspurn Gylfa um álit nefndarinnar um að breyta notkun hluta bílskúrs í verslun.
Nefndin lítur jákvætt á erindið.

7. Ægisbraut 17, (01.000.552.11)
650897-2859 Steðji ehf., Vogabraut 28, 300 Akranesi.
Umsókn Runólfs Þórs Sigurðssonar fyrir hönd Steðja um heimild til að reisa stálgrindarhús samkvæmt meðfylgjandi teikningu Njarðar Tryggvasonar verkfræðings, Almennu verkfræði- og teiknistofunni ehf., Suðurgötu 57, Akranesi.
Stærðir: 299,9 m2 - 1.660,6 m3
Frestað, ófullnægjandi teikningar.

8. Vesturgata 17 (01.001.942.01)
180462-5469 Rannveig Þórisdóttir, Vesturgata 17, 300 Akranesi.
Fyrirspurn Rannveigar varðandi byggingu bílskúrs samkvæmt meðfylgjandi rissi.
Nefndin lítur jákvætt á erindið, enda fari fram grenndarkynning samkvæmt 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

9. Garðabraut 2, (01.000.681.01)
Bréf bæjarritara dags. 24. febrúar 2000 varðandi umsögn vegna leyfis til áfengisveitinga. Byggingar- og skipulagsfulltrúi hefur samþykkt erindið.
Byggingarnefnd staðfestir afgreiðslu byggingar- og skipulagsfulltrúa.

10. Jörundarholt 1A (01.001.961.27)
110650-2569 Sveinn Einarsson, Garðabraut 4, 300 Akranesi.
Umsókn Sveins Einarssonar, Guðmundar Einarssonar og Baldvins Einarssonar um heimild til að láta leggja þriggja fasa rafmagn í bílgeymslu á ofangreindri lóð.
Gjöld kr. 2.600,-
Samþykkt.

11. Laugarbraut 6,
430169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi.
Fyrirspurn Jóhannesar K Engilbertssonar fyrir hönd Akraneskaupstaðar um álit nefndarinnar um breytingu á hurðum og hækkun þaks.
Nefndin lítur jákvætt á erindið.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl: 19:00.
   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00