Fara í efni  

Byggingarnefnd (2000-2006)

1228. fundur 01. ágúst 2000 kl. 17:00 - 18:00
1228. fundur byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu Stillholti 16-18, þriðjudaginn 1. ágúst 2000, kl. 17:00.

Mættir voru: Þráinn Ólafsson formaður,
Varamaður Ólafur R. Guðjónsson,
Varamaður Benedikt Jónsson,

Auk þeirra, Þorvaldur Vestmann tæknifræðingur varamaður byggingar- og skipulagsfulltrúa, Guðlaugur Þórðarson varamaður slökkviliðstjóra og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.

1. Stillholt 23.
040754-7419 Hjörleifur Jónsson, Jörundarholti 26, 300 Akranesi.
Umsókn Magnúsar fyrir hönd Hjörleifs um heimild til að breyta áður samþykktum teikningum, þ.e. fallið er frá stækkun hússins til norð- vesturs, samkvæmt teikningum Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts, Markstofan, Merkigerði 18, Akranesi.
Viðbygging var: 1821,0 m3
Núverandi viðbygging: 538,4 m3
Lagt er til við bæjarstjórn að lóðarhafi verði leystur undan samningi sem gerður var vegna bifreiðastæða utan lóðar, sbr. reglur um bílastæðagjöld á Akranesi 4. gr. Byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að ljúka málinu varðandi frágang sökkla í samræmi við reglugerð.

2. Vesturgata 153
191159-3499 Ólína Sigþóra Björnsdóttir, Vesturgötu 153, 300 Akranesi.
Umsókn Ólínu um heimild til að gera bílastæði við inngang samkvæmt meðfylgjandi rissi og breyta stofuglugga í upphaflegt horf.
Gjöld kr. 2.600,-
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið þar sem það er í fullu samræmi við skipulags- og byggingarlög.

3. Vogabraut 5
681178-0239 Fjölbrautarskóli Vesturlands, Vogabraut 5, 300 Akranesi.
Umsókn Magnúsar fyrir hönd Fjölbrautarskólans um heimild til að breyta skipulagi innandyra og gera endurbætur á rýmingarleiðum, samkvæmt teikningu Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts, Markstofunni, Merkigerði 18, Akranesi.
Gjöld kr. 2.600,-
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið, með fyrirvara um samþykki Brunamálastofnunar. Þráinn Ólafsson vék af fundi meðan málið var rætt.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:00.
   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00