Fara í efni  

Byggingarnefnd (2000-2006)

1306. fundur 02. maí 2006 kl. 17:00 - 18:40

1306. fundur byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, þriðjudaginn 2. maí 2006 kl. 17:00.


 

Mættir á fundi:         

Björn Guðmundsson, formaður

Ingþór Bergmann Þórhallsson

Helgi Ingólfsson

Guðmundur Magnússon

Auk þeirra voru mættir

Skúli Lýðsson byggingarfulltrúi, Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóri og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.


 

1.

Húsverndunarsjóður 2006, umsóknir um styrk

 

Mál nr. BN990333

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Eftirtaldir aðilar hafa skilað inn umsóknum um styrk úr Húsverndunarsjóði Akraness árið 2006:

 

Húseign: Umsækjendur:
Bakkatún 22 Sigríður Hjartardóttir
Mánabraut 4

Helgi Lárus Guðlaugsson

Kristín Anna Þórðardóttir

Mánabraut 9 Hallveig Skúladóttir
Melteigur 16b (Melstaður)

Jakob Baldursson

Sandra Guðnadóttir

Presthúsabraut 28 (Litli Teigur)

Jónas B. Guðmarsson

Sigurborg Þórsdóttir

Skagabraut 41 (Fagragrund) Unnur Leifsdóttir
Vesturgata 37 (Reynistaður)

Jón Örn Jónsson

Brynhildur S. Björnsdóttir

Vesturgata 40 (Læknishús)

Erna Björk Markúsdóttir

Anton Sig. Agnarsson

Vesturgata 41

Kristinn Pétursson

Hildur Björnsdóttir

Vesturgata 46

Guðmundur Már Þórisson

María Edda Sverrisdóttir

Vesturgata 48

Dómus ehf:

 Þorleifur Geir Sigurðsson

 Ásthildur L. Benediktsdóttir

 Geir Harðarson

Vesturgata 73

Katrín E. Snjólaugsdóttir

Jón Þ. Guðmundsson

 

Bókun byggingarnefndar.

 

Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að styrkurinn verði veittur eigendum að Vesturgötu 40:

Um er að ræða húseignina Vesturgata 40 sem vanalega gekk undir nafninu ?Læknishús?.  Þinglýstir eigendur eru Erna B. Markúsdóttir og Anton S. Agnarsson. 

Samkvæmt umsókn er sótt um styrk úr sjóðnum varðandi viðhald/endurgerð utanhúss.  Húsið er timburhús, hæð og ris með steyptum kjallara og var byggt fyrir Ólaf Finsen, lækni árið 1895.  Í viðbyggingu var fyrsta símstöð á Akranesi starfrækt á árunum 1909-1919.  Samkvæmt gömlum lýsingum þá hefur húsinu ekki verið mikið breytt hið ytra en þó hafa verið teknir tveir inngangar sem voru á suð-vestur gafli þess og lítillega breytt póstum í gluggum.  Húsið hefur mikið breyst að innan í gegnum tíðina auk þess sem það stendur ekki á sínum upprunalega grunni. Húsið er vel byggt, reisulegt og staðsett við eina af aðalgötum bæjarins og því mjög áberandi.   Húsið er eitt það elsta á Akranesi sem búið er í og hefur verið vel viðhaldið.  Það er staðsett í gamla bæjarhlutanum á Neðri-Skaga og er við eina af aðalgötum bæjarins og er þar af leiðandi eitt af andlitum bæjarins útávið þegar farið er um Akranes.  Styrkumsókn er til fyrirmyndar í alla staði, bæði sögulegar- og tölulegar upplýsingar.   Húsið hefur mikið menningar- og byggingarsögulegt gildi fyrir Akranes og falla því framkvæmdir við það undir lög um húsafriðun 104/2001.  Safnið mælir með umsókn.

Nefndin leggur til að styrkurinn verði kr. 1.000.000,- og framkvæmdum verði lokið innan 30 mánuða.

 

2.

Ægisbraut 4, stöðuleyfi gáma

(000.712.11)

Mál nr. BN990339

 

630106-0440 Grastec ehf., Einigrund 9, 300 Akranesi

Umsókn Brynjars Sæmundssonar fh. Grastec ehf. um stöðuleyfi fyrir vörugám á lóðinni til eins árs.

Gjöld kr.:  5.359,-

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 21. apríl 2006

 

3.

Meistararéttindi, múrarameistari

 

Mál nr. BN990337

 

160559-2259 Guðmundur Kristinn Ingvarsson, Tröllhólar 29, 800 Selfoss

Umsókn Guðmundar Kristins um heimild til þess að hafa umsjón með og bera ábyrgða á byggingarframkvæmdum innan lögsagnarumdæmis Akraness sem múrarameistari.

Meðfylgjandi:  Meistarabréf, útgefið 15. nóvember 1983.

Staðfestur verkefnalisti fyrir árin 1983-2006.

Gjöld kr.: 5.349,-

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 21. apríl 2006

 

4.

Meistararéttindi, pípulagningameistari

 

Mál nr. BN990338

 

020154-2689 Viðar Magnússon, Kringlumýri 1, 800 Selfoss

Umsókn Viðars um heimild til þess að hafa umsjón með og bera ábyrgða á byggingarframkvæmdum innan lögsagnarumdæmis Akraness sem pípulagningameistari.

Meðfylgjandi:  Meistarabréf, útgefið 9. desember 1980.

Staðfestur verkefnalisti fyrir árin 1985-2006.

Gjöld kr.: 5.349,-

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 21. apríl 2006

 

5.

Grenigrund 36, breytt útlit

(001.954.26)

Mál nr. BN990336

 

011074-5459 Gísli Páll Oddsson, Grenigrund 36, 300 Akranesi

Umsókn Páls um heimild til þess að breyta gluggum hússins eins og fram kemur á meðfylgjandi rissi.

Gjöld kr.:  5.359,-

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 12. apríl 2006

 

6.

Kalmansvellir 2, nýbygging geymsluhús

(000.543.10)

Mál nr. BN990317

 

470100-3030 Björgunarfélag Akraness, Kalmannsvöllum 2, 300 Akranesi

Umsókn Ingólfs Hafsteinssonar kt. 061059-7769  fh. Björgunarfélags Akraness um heimild til þess að byggja geymsluhús sambyggt geymsluhúsi á lóð Kalmansvöllum 4a samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Runólf Þ. Sigurðssonar kt. 090157-2489 tæknifræðings.

Stærð húss 334,1 m2  -  1.848,2 m3

Gjöld kr.:  2.550.737,-

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 21. apríl 2006

 

7.

Kalmansvellir 4A, nýbygging geymsluhús

 

(000.543.05)

Mál nr. BN990318

 

701204-3440 ISH ehf, Kalmansvöllum 4a, 300 Akranesi

Umsókn Ingólfs Hafsteinssonar kt. 061059-7769  fh. IHS ehf. um heimild til þess að byggja geymsluhús sambyggt geymsluhúsi á lóð Kalmansvöllum 4a samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Runólf Þ. Sigurðssonar kt. 090157-2489 tæknifræðings.

Stærð húss 416,5 m2  -  2.303,6 m3

gjöld kr.:  3.092.850,-

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 21. apríl 2006

 

8.

Skógarflöt 5, nýtt einbýlishús með bílgeymslu

(001.879.16)

Mál nr. BN990335

 

170945-3959 Þröstur Reynisson, Furugrund 30, 300 Akranesi

Umsókn Bjarna Vésteinssonar kt. 250945-4429 byggingarfræðings fh. Þrastar um heimild til þess að reisa einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu eins og fram kemur á meðfylgjandi uppdráttum Bjarna.

Stærð húss:  164,6 m2  -  665,2 m3

bílgeymsla:     51,2 m2  -  210,3 m3

Gjöld kr.: 2.426.711,-

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 12. apríl 2006

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:40.

 

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00