Fara í efni  

Byggingarnefnd (2000-2006)

1278. fundur 29. apríl 2003 kl. 17:00 - 19:00

1278. fundur byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, þriðjudaginn 29. apríl 2003 kl. 17:00.


Mættir á fundi:  Björn Guðmundsson
Ingþór Bergmann Þórhallsson
Helgi Ingólfsson
Guðmundur Magnússon
Finnbogi Rafn Guðmundsson
Auk þeirra voru mættir  Skúli Lýðsson byggingarfulltrúi og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.


1. Húsverndunarsjóður Akraneskaupstaðar, styrkveiting  Mál nr. BN990203

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Umsóknir um styrk úr Húsverndunarsjóði Akraneskaupstaðar lagðar fram:
1. Deildartún 4,  Skafti Steinólfsson og Þórey Helgadóttir
2.  Háteigur 1,   f.h. eigenda Sigrún Guðjónsdóttir
3. Mánabraut 21,  Þorsteinn B. Sigurgeirsson og Dröfn Gunnarsdóttir.
4. Skólabraut 2-4,  Útlit ehf., Guðni Hjalti Haraldsson og Haraldur Böðvarsson hf.
5. Suðurgata 25,  Ágústa Friðfinnsdóttir og Runólfur Bjarnason.
6. Suðurgata 29, Bjarki Þór Árnason og Erla Símonardóttir
7. Vesturgata 45,  Sigurður Pétur Svanbergsson og Stefanía Sigurðardóttir
8. Vesturgata 66,  Anna Lilja Daníelsdóttir og Einar E. Jóhannesson


Meðfylgjandi er umsögn forstöðumanns Byggðasafns Akraness og nærsveita.

 

Meiri hluti nefndarinnar  leggur til við bæjarstjórn að styrknum verði skipt á milli húseignanna Mánabrautar 21 og Vesturgötu 45.


Í umsögn forstöðumanns Byggðasafns Akraness og nágrennis segir eftirfarandi um eignirnar:
"Um er að ræða húseignina Mánabraut 21, Akranesi (Kringlan).  Þinglýstir eigendur eru Þorsteinn Bárður Sigurgeirsson og Dröfn Traustadóttir. 
Býlið Kringla er fyrst byggt árið 1873 (torfbær) og er það byggt úr landi Ívarshúsa.  Árið 1891 er byggt þar lítið timburhús. 

 

Árið 1901 byggir Jón Helgason og bræður hans frá Kringlu nýtt timburhús.  Húsum þessum er þannig lýst 1917: 
"A:  Íbúðarhús á kjallara.  l.: 6,85, br.: 5,70, h.: 5,50, gluggar: 15, útv.: timbur, pappi, járn, þak: timbur, pappi, járn.  Niðri skiftist húsið í forstofu, eldhús og þrjú önnur herbergi,  hæð milli lofta 2,35 m.  Uppi er skift í 4 verelsi.  Brotið þak, hæð í mænir 2,10m"
"B: Inngangsskúr úr timbri, járnklæddur, l.: 2,25, br.: 1,70, h.: 2,10, gluggar: 1, útv.: timbur, pappi, járn, þak: timbur, pappi, járn."
"C: Viðbygging með kjallara undir, þiljuð og aljárnvarin, l.: 3,40, br.: 5,70, h.: 3,50, gluggar: 2, útv.: tré, járn, þak: tré, járn."


Húsið Kringla var flutt ofar á lóðina (1964) er Mánabraut var lögð og stendur nú við Mánabraut 21.  Húsið er eitt af elstu húsum á Akranesi sem enn er búið í.  Það hefur tekið nokkrum breytingum að innan með árunum en lítið að utan. 
Þær framkvæmdir sem gera á varða ytra útlit hússins.  Húsið hefur það byggingarlag sem algengt var á Akranesi við lok 19.aldar og byrjun 20.aldar.  Nokkur hús eru varðveitt á Akranesi með þessu byggingarlagi en það setti skemmtilegan svip á staðinn.  Húsið og framkvæmdir við það falla undir lög um húsafriðun 104/2001. 
Safnið mælir með umsókn.


Um er að ræða húseignina Vesturgötu 45.  Þinglýstir eigendur eru Pétur Svanbergsson og Stefanía Sigurðardóttir.  Sótt er um varðandi viðhaldsverkefni.  Húsið er staðsett í gamla bæjarhlutanum við eina af aðalgötum bæjarins og stendur þar á áberandi stað.  Hús þetta er mjög reisulegt og hefur verið byggt af miklum höfðingskap.  Safnið mælir með þessari umsókn."

 

2. Vesturgata 119, úrskurður (000.721.06) Mál nr. BN990205

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi.
Úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingamála, þar sem byggingarleyfi sem veitt var  þann 19. janúar 1999 er fellt úr gildi.
Meðfylgjandi umsögn Tryggva Bjarnasonar lögmanns.
Guðmundur Magnússon vék af fundi meðan málið var rætt.
Niðurstaða úrskurðarnefdarinnar er sá að byggingarleyfið frá 19. jan. 1999 er fellt úr gildi. Í framhaldi af því telur nefndin að lóðarhafi Vesturgötu 119 verði að sækja um byggingarleyfi að nýju. Byggingarnefnd leggur til að umsóknin verði grenndarkynnt næstu nágrönnum, þó að nýtt deiliskipulag hafi verið gert á tímabilinu.

 

3. Búseta í iðnaðarhúsnæði, bréf byggingarfulltrúa  Mál nr. BN990178

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bréf byggingarfulltrúa dags. 23. janúar 2003 varðandi búsetu í iðnaðarhúsnæði.
Afrit af bréfum byggingarfulltrúa til íbúa lögð fram.
Svör þriggja aðila lögð fram.
Byggingarfulltrúa falið áframhaldandi afgreiðsla málsins. Þeir aðilar sem hafa þegar haft samband við byggingarfulltrúa verði tilkynnt að húsnæðið sem um ræðir er ekki íbúðarhúsnæði og jafnframt að veita þeim 10 mánaða frest til úrbóta.
Þeir aðilar sem ekki hafa brugðist við bréfi byggingarfulltrúa verði tilkynnt um frekari aðgerðir.

 

4. Vesturgata 26, fyrirspurn (000.933.01) Mál nr. BN990212

211044-7999 Valgeir Sigurðsson, Vesturgata 26, 300 Akranesi
Fyrirspurn Runólfs Sigurðssonar fh. Valgeirs Sigurðssonar varðandi viðbyggingu yfir  heitan pott og nýtt anddyri, samkvæmt meðfylgjandi rissi.
Nefndin lítur jákvætt á erindið, enda verði farið með erindið samkvæmt 43. grein.

 

5. Kalmansvellir 6, viðbygging við ketilhús (000.543.04) Mál nr. BN990211

510789-3939 Jón Þorsteinsson h.f., Jörundarholt 146, 300 Akranesi
Umsókn Bjarna O. V. Þóroddssonar kt. 111243-4259, fh. Jóns Þórsteinssonar ehf. um heimild til þess að byggja við ketilhús eins og fram kemur á meðfylgjandi uppdráttum Bjarna hjá teiknistofunni Hönnun.
Stærðir:  36,0m2  -  120,6m3
Gjöld kr.: 223.649,-
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 25.04.03
 
6. Vesturgata 103, nýjar svalir á 2. hæð (000.722.10) Mál nr. BN990207

090157-2489 Runólfur Þór Sigurðsson, Leynisbraut 37, 300 Akranesi
Umsókn Runólfs fh. húseigenda um heimild til þess að byggja svalir ofan á inngangsskýli samkvæmt meðfylgjandi teikningum Gísla S. Sigurðssonar kt. 041134-4459.
Gjöld kr.: 3.300,-
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 29.04.03

 

7. Heiðarbraut 37, ný bílgeymsla (000.831.06) Mál nr. BN990213

281257-3669 Hjálmar Þór Jónsson, Heiðarbraut 37, 300 Akranesi
Umsókn Runólfs Þ. Sigurðssonar kt. 090157-2489, fh. Hjálmars um heimild til þess að reisa bílgeymslu á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Runólfs.
Meðfylgjandi samþykki granna nr. 35 við Heiðarbraut
Stærðir:  41,0 m2  -  109,9 m3
Gjöld kr.: 159.198,-
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 29.04.03

 

8. Esjubraut 47, breytt innlit (000.543.01) Mál nr. BN990214

520171-0299 Húsasmiðjan, Skeiðarvogur 3, 105 Reykjavík
Umsókn Runólfs Sigurðssonar kt. 090157-2489, fh. húseiganda Esjubrautar 47, um heimild til þess að breyta innréttingu hússins eins og fram kemur á meðfylgjandi teikningum Runólfs.
Gjöld kr. 3.300,-
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 29.04.03

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00