Fara í efni  

Byggingarnefnd (2000-2006)

1271. fundur 05. nóvember 2002 kl. 17:00 - 18:15

1271. fundur byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, þriðjudaginn 5. nóvember 2002 kl. 17:00.

______________________________________________________

               
Mættir á fundi.  Björn Guðmundsson formaður,
 Guðmundur Magnússon,
 Helgi Ingólfsson,
 Ingþór Bergmann Þórhallsson.

Auk þeirra voru mættir Jóhannes K. Engilbertsson slökkviliðsstjóri og Skúli Lýðsson byggingarfulltrúi sem ritaði fundargerð.

                                                                                                            


1. Steinsstaðaflöt 25-35, bréf bæjarráðs   (00.183.113) Mál nr. BN990141
191057-3339 Þorvaldur Þorvaldsson, Hjaltabakka 2, 109 Reykjavík
Bréf bæjarráðs dags. 18. október varðandi tímamörk vegna framkvæmda á ofangreindum lóðunum.
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að frestur til þess að skila inn nýjum teikningum til byggingarnefndar verði til 15. janúar 2003.

 

2. Stillholt 23, umsögn um áfengisleyfi   (00.059.304) Mál nr. BN990153
260646-3629 Marý Sigurjónsdóttir, Bárugötu 19, 300 Akranesi
Bréf bæjarritara dags. 22. október sl. varðandi umsögn um umsókn Marý Sigurjónsdóttur fh. Stillholts ehf. um áfengisleyfi fyrir veitingastaðinn Hróa Hött.
Byggingarnefnd gerir ekki athugasemd varðandi ofangreinda umsókn þar sem hún er í fullu samræmi við byggingarlög.

 

3. Smiðjuvellir 26, nýtt hús    Mál nr. BN990155
610549-3629 Bátasmiðja Guðgeirs ehf., Jörundarholti 12, 300 Akranesi
Umsókn Runólfs Sigurðssonar fh. Bátasmiðju Guðgeirs ehf. um heimild til þess að reisa nýtt hús á ofangreindri lóð samkvæmt meðfylgjandi teikningum Gísla S. Sigurðssonar kt. 0411344459.
Stærðir:
Hús 303,0 m2 - 2.041,3 m3
Lóð 2.998,7 m2
Gjöld kr.:  1.994.400,-
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

 

4. Æðaroddi 24, viðbygging   (00.032.218) Mál nr. BN990154
021058-3869 Ingibjörg Sigurðardóttir, Vesturgötu 134, 300 Akranesi
Umsókn Ingibjargar um heimild til þess að byggja við ofangreint hús, samkvæmt uppdráttum  Magnúsar Sigsteinssonar kt. 160444-4959.
Stærðaraukning36,0 m2 - 106,2 m3
Gjöld kr.: 197.186,-
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt enda verði gert ráð fyrir að hlaða verði sambyggð húsinu.
 

5. Ægisbraut 17, endurnýjun byggingarleyfis   (00.055.211) Mál nr. BN990152
650897-2859 Steðji ehf., vélsmiðja, Vogabraut 28, 300 Akranesi
Erindi Jóns Þ. Guðmundssonar kt. 180973-5599, Víðigrund 6 um endurnýjun á byggingarleyfi hússins sem fellt var úr gildi af Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála þann 22.02.02
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að byggingarleyfi verði gefið út þar sem það er í samræmi við gildandi deiliskipulag.

 

6. Vogar 17, nýtt gripahús    Mál nr. BN990150
010137-2339 Ármann Gunnarsson, Garðagr Steinsstöðum, 300 Akranesi
Umsókn Runólfs Þ. Sigurðssonar kt.090157-2489 Leynisbraut 37 fh. Ármanns, um heimild til þess að reisa gripahús á lóðinni nr. 17 við Voga, samkvæmt meðfylgjandi teikningum Gísla S. Sigurðsssonar kt. 041134-4459.
Stærðir:  140,0 m2  - 401,1 m3
Lóð:          25.000,-
Gjöld kr.:  1.475.542,-
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt með því skilyrði að brunhólfun verði endurskoðuð.  Ennfremur verði gengið formlega frá skiptingu eignarlands og leigulands á afstöðumynd.

 

7. Jaðarsbraut 35, breytt notkun bílgeymslu   (00.068.310) Mál nr. BN990151
291134-4329 Þórður Jónsson, Jaðarsbraut 35, 300 Akranesi
Umsókn Þórðar um heimild til þess að breyta notkun húsnæðis sem notað var sem vörugeymsla í bílgeymslu.
Gjöld kr. 3.000,-
Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:15

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00