Fara í efni  

Bæjarstjórn

1127. fundur 31. maí 2011 kl. 17:00 - 19:30 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Guðmundur Páll Jónsson 1. varaforseti
 • Gunnar Sigurðsson aðalmaður
 • Hrönn Ríkharðsdóttir aðalmaður
 • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
 • Einar Brandsson aðalmaður
 • Dagný Jónsdóttir aðalmaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
 • Einar Benediktsson aðalmaður
 • Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
 • Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá
Í upphafi fundar gat forseti þess að á dagskrá fundarins væri fundargerð bæjarráðs nr 3116. Henni er þar ofaukið þar sem hún var til umfjöllunar á síðasta fundi bæjarstjórnar. Fundargerðin því felld út af dagskrá.

1.

1.1.Ársreikningur Byggðasafnsins 2010

1105024

1.2.Breið - framkvæmdir á Jaðarsbökkum/Matthea og Benedikt

1105045

1.3.Breið - framkvæmdir á Jaðarsbökkum/Helga og Haraldur

1105046

1.4.Starfshópur um átak í nýsköpunar- og atvinnumálum.

1012103

1.5.Starfshópur um framkvæmdasamninga og/eða félagsaðstöðu við félagasamtök.

1101010

1.6.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir 2011

1102040

2.Bæjarráð - 3118

1105007

Fundargerð bæjarráðs dags. 26. maí 2011.

Til máls tók Gunnar Sigurðsson og lagði hann fram eftirfarandi bókun:

,,Bókun á bæjarstjórnarfundi 31. maí 2011 vegna fundargerðar bæjarráðs nr. 3118 frá 26. maí 2011:

Ég undirritaður, bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Akraness, fagna þeim tillögum sem bæjarráð samþykkti um útboð á ýmissri þjónustu sem Akraneskaupstaður kaupir t.d. tryggingar, símaþjónustu, hýsingu og rekstrarþjónustu og bankaþjónustu samanber liði nr. 15 til og með 19 í fundargerðinni.

Sérstaklega er ánægjulegt að núverandi forseti bæjarstjórnar Akraness og núverandi formaður bæjarráðs Akraness hafi áttað sig á því að það er hárrétt að bjóða þessa þjónustu út á réttu augnabliki þegar Akraneskaupstaður er með þessi mál klár til útboðs.

Þegar Akraneskaupstaður bauð bankaþjónustuna út á sínum tíma greiddu þeir atkvæði á móti þeirri tillögu og töldu útboðið fáránlega aðgerð. Reynslan hefur hins vegar sýnt að Akraneskaupstaður hefur sparað margar milljónir með því útboði."

Akranesi, 31. maí 2011.

Gunnar Sigurðsson (sign)

Til máls tóku: HR, GPJ, HR, EBr.

Fundargerðin lögð fram.

2.1.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2010 - samstæða

1105057

2.2.Afskriftir 2010

1012142

Til máls tóku: E.Br, bæjarstjóri.

2.3.Atvinnurekstur í íbúðahverfi, Skagabraut 25

1105041

2.4.Norðurálsmótið í knattspyrnu 2011

1105062

2.5.Saga Akraness - ritun.

906053

2.6.FIMA - húsnæðismál

1105092

Til máls tók: HR.

2.7.Byggingaframkvæmdir og staða byggingafyrirtækja.

1010101

2.8.Umsókn um lóð

1105034

2.9.Samráðsfundur ÍA og Akraneskaupstaðar

1105063

Til máls tók: HR.

2.10.Búseta og þjónusta við fatlaða - Fasteignir ríkisins

1105072

Til máls tóku: GS, GPJ.

2.11.Lífeyrissjóður Akranesk. - breyting á samþykktum 19. apríl 2011

1105067

2.12.Bæjarskrifstofa - tölvubúnaður.

1105101

2.13.Saga Akraness - upplýsingar og gögn um ritun

1104148

2.14.Fjölbrautaskóli Vesturlands - Endurskoðun samnings.

1010163

2.15.Hýsing og rekstrarþjónusta fyrir Akraneskaupstað

1101160

2.16.Ræsting á leikskólum Akraneskaupstaðar

1105105

Til máls tók: HR, GPJ.

2.17.Sveitarstjórnartrygging

1103127

2.18.Landsbanki - Samningur um bankaviðskipti

1012143

2.19.Símaþjónusta - útboð á þjónustu.

1105110

2.20.Stefnumótun Fjölskyldustofu

1101177

2.21.Listabraut-hljóðfæra og söngnám samstarf grunnskólanna

1105099

2.22.Langisandur - útivistarsvæði.

1007074

3.Skipulags- og umhverfisnefnd - 48

1105005

Til máls tóku: GS,HR,ÞÓ,E.Br,bæjarstjóri, GPJ.

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 16. maí 2011.

Til máls tók Gunnar Sigurðsson og lagði hann fram eftirfarandi tillögu:

,,Bæjarstjórn Akraness samþykkir að fela framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu að láta fjarlægja þau mannvirki sem fjarlægja má á Sólmundarhöfða. Ef ekki má fjarlægja einhver mannvirki þar, þá láta mála þau eða snyrta svo sómi sé af. Einnig að lóð sé slegin og rökuð og henni haldið þannig við sem snyrtilegastri.

Einnig verði framkvæmdastjóra falið í samvinnu við skipulags- og umhverfisnefnd að koma með tillögu og kostnaðaráætlun um hvernig sé best að leggja göngu- og hjólreiðastíg um Sólmundarhöfða sem tengir saman stíga frá Leynisbraut að Langasandi. Verkið verði unnið eins fljótt og unnt er og tillögur og kostnaðaráætlun lögð fyrir bæjarráð og bæjarstjórn."

Akranesi, 31. maí 2011.

Gunnar Sigurðsson (sign)

Forseti lagði til að tillögunni verði vísað til frekari skoðunar í bæjarráði. Samþykkt 9:0.

Fundargerðin lögð fram.

3.1.Samráðsfundur Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga

1104006

3.2.Langisandur - útivistarsvæði.

1007074

3.3.Umsókn um lóð

1105034

3.4.Viðjuskógar 8,10,12,14,16 og 18 - deiliskipulagsbreyting á Skógahverfi I. áfanga

1104152

Til máls tóku: HR, GPJ, HR.

3.5.Heiðarbraut 40, breytt deiliskipulag

1105061

4.Skipulags- og umhverfisnefnd - 49

1105014

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar dags. 26. maí 2011. Lögð fram.

4.1.Langisandur - útivistarsvæði.

1007074

5.Framkvæmdaráð - 58

1105009

Fundargerð framkvæmdaráðs dags. 18. maí 2011. Lögð fram.

5.1.Langisandur - útivistarsvæði.

1007074

5.2.Höfðasel - frágangur á götu

1105080

5.3.Grundaskóli - hjólarampar

1105081

5.4.Skotfélag Akraness - aðstaða í í þróttahúsi við Vesturgötu

1105082

5.5.Íþróttamiðstöðin Jaðarsbökkum - viðhaldsverkefni

1105083

5.6.Framkvæmdastofa - rekstraryfirlit 2011

1102355

6.Fasteignafélag Akraneskaupstaðar - 25

1105003

Fundargerð Fasteignafélags Akraneskaupstaðar dags. 3. maí 2011. Lögð fram.

6.1.Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf. - erindi frá fjármálastjóra

1105019

6.2.Fasteignafélög Akraneskuapstaðar slf og ehf. - Ársreikningur 2010

1105018

7.Fjölskylduráð - 67

1105010

Fundargerð fjölskylduráðs dags. 24. maí 2011. Lögð fram.

7.1.Styrkir vegna tómstundastarfa

1105059

7.2.Stefnumótun Fjölskyldustofu

1101177

7.3.Íslandsmóti í knattspyrnu 100 ára

1105098

7.4.Listabraut-hljóðfæra og söngnám samstarf grunnskólanna

1105099

7.5.Félagslegt húsnæði - úthlutun framlaga vegna sölu.

1105090

7.6.70. íþróttaþing ÍSÍ

1105073

7.7.Skólahreysti - styrkbeiðni 2011.

1105089

8.Starfshópur um framkvæmdasamninga og/eða félagsaðstöðu við félagasamtök.

1101010

Fundargerð starfshóps um framkvæmdasamninga og/eða félagsaðstöðu við félagasamtök dags. 10. maí 2011. Lögð fram.

9.Fundargerðir stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

1102004

Fundargerð stjórnar Höfða dags. 17. maí 2011. Lögð fram.
Til máls tóku: HR, DJ, bæjarstjóri.

10.Faxaflóahafnir sf - Fundargerðir 2011

1101169

Fundargerð stjórnar Faxaflóahafna dags. 20. maí 2011. Lögð fram.
Til máls tóku: GS, GPJ, bæjarstjóri.

11.Fundargerðir OR - 2011

1101190

Fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur dags. 15. apríl 2011. Lögð fram.

12.Byggingaframkvæmdir og staða byggingafyrirtækja.

1010101

Á fundi bæjarráðs 26. maí 2011 var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að veita 0,5 m.kr.til aðkeyptrar sérfræðiaðstoðar vegna Sólmundarhöfða 7. Fjárveitingu verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna 9:0.

13.Lífeyrissjóður Akranesk. - breyting á samþykktum 19. apríl 2011

1105067

Á fundi bæjarráðs 26. maí 2011 var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að tillögur stjórnar um breytingar á samþykktum lífeyrissjóðsins verði samþykktar.
Til máls tóku: Bæjarstjóri, HR, bæjarritari.

Samþykkt 9:0 að vísa tillögunni til síðari umfjöllunar í bæjarstjórn.

14.Fjölbrautaskóli Vesturlands - Endurskoðun samnings.

1010163

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 26. maí 2011 að leggja til við bæjarstjórn að samningur um uppbyggingu Fjölbrautaskóla Vesturlands dags. 23. maí 2011 verði samþykktur.
Til máls tóku: ÞÓ,bæjarstjóri,HR.

Bæjarstjórn samþykkir samninginn 9:0.

15.Stefnumótun Fjölskyldustofu

1101177

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 26. maí 2011 að leggja til við bæjarstjórn að erindi fjölskylduráðs um aukafjárveitingu að fjárhæð 1,0 m.kr. vegna kostnaðar við stefnumótunarverkefni á sviði skólamála, lýðheilsu ungmenna og mannréttinda verði samþykkt og vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna 9:0.

16.Heiðarbraut 40, breytt deiliskipulag

1105061

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar dags. 19. maí 2011 þar sem lagt er til að deiliskipulag Stofnanareits vegna lóðarinnar við Heiðarbraut númer 40 verði auglýst að nýju skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna 9:0.

17.Langisandur - útivistarsvæði.

1007074

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar dags. 27. maí 2011 þar sem lagt er til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi við Jaðarsbakka vegna útivistarsvæðis við Langasand verði auglýst í Stjórnartíðindum.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna 9:0.

18.Norðurálsmótið í knattspyrnu 2011

1105062

Á fundi bæjarráðs 26. maí 2011 var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að samningsupphæð vegna ársins 2011 verði 2,7 mkr. til að standa straum að stórauknum gestafjölda vegna mótsins.
Viðbótarfjárhæð að upphæð 1.5 mkr. verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.
Beiðni um endurskoðun samnings til 3ja ára er vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2012.
Til máls tóku: HR, bæjarstjóri.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna 9:0.

19.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2010 - A hluti

1102168

Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2010, A-hluti. Síðari umræða.
1. Aðalsjóður
2. Eignasjóður
3. Gáma
4. Byggðasafnið í Görðum
5. Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf.

Til máls tóku: Bæjarstjóri, GS, GPJ, bæjarstjóri, EBr, IV, bæjarstjóri, GPJ.

Ársreikningurinn samþykktur 9:0 og staðfestu bæjarfulltrúar hann með undirritun sinni.

20.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2010 - B hluti

1105056

Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2010, B-hluti. Síðari umræða.
1. HÖFÐI hjúkrunar- og dvalarheimili
2. Fasteignafélag Akraneskaupstaðar ehf.
3. Háhiti ehf.

Ársreikningurinn samþykktur 9:0 og staðfestu bæjarfulltrúar hann með undirritun sinni.

21.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2010 - samstæða

1105057

Samstæðureikningar Akraneskaupstaðar 2010. Síðari umræða.

Ársreikningurinn samþykktur 9:0 og staðfestu bæjarfulltrúar hann með undirritun sinni.

22.Lífeyrissjóður Akraneskaupstaðar - ársreikningur 2010

1104091

Ársreikningur Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar 2010. Síðari umræða.

Ársreikningurinn samþykktur 9:0.

23.Bæjarstjórn - 1126

1104017

Fundargerð bæjarstjórnar dags. 17. maí 2011.

Fundargerðin staðfest.

24.Bæjarráð - 3117

1104016

Fundargerð bæjarráðs dags. 12. maí 2011.

Til máls tók Gunnar Sigurðsson og lagði hann fram eftirfarandi bókun:

,,Bókun á bæjarstjórnarfundi 31. maí 2011 vegna fundargerðar bæjarráðs nr. 3117 frá 12. maí 2011:

Við undirritaðir, bæjarfulltrúar í bæjarstjórn Akraness, getum ekki staðið að því að samþykkja að bæjarfulltrúar á Akranesi hafi möguleika á styrk frá Akraneskaupstað, allt að krónur 140.000.- á kjörtímabilinu til að fara í kynnisferðir, samanber lið nr. 4. Ekki heldur getum við staðið að því að Akranesbær greiði fé til vinabæjarsamstarfs við hin Norðurlöndin eins og gert er ráð fyrir í þessari sömu fundargerð, samanber lið nr. 13 og því að á síðasta bæjarstjórnarfundi var samþykkt að senda fulltrúa á vinabæjarmót í Bamble í Þelamörk dagana 16.-19. júní.

Greinargerð:

Árið 2009 var gripið til all-mikilla aðhaldsaðgerða í rekstri Akraneskaupstaðar sem reynst hafa afar vel. Í þessum aðhaldsaðgerðum voru m.a. laun margra bæjarstarfsmanna lækkuð svo og laun bæjarfulltrúa, bílastyrkir lagðir af, vinabæjarsamstarf lagt af, réttur bæjarfulltrúa til að sækja kynnisferðir lagður af ásamt ýmsum öðrum aðgerðum. T.d. var minnkuð þjónusta í íþróttamannvirkjum og leikskólum svo eitthvað sé til tekið. Allar þessar aðgerðir voru tímabundnar en ein af fyrstu aðgerðum nýs meirihluta var að draga til baka hluta af launaskerðingu bæjarstarfsmanna.

Ársreikningur Akraneskaupstaðar vegna ársins 2010 kemur ágætlega út, m.a. vegna áðurnefndra aðhaldsaðgerða og hagstæðrar þróunar gengismála.

Það er ýmislegt sem bendir til þess að árið 2011 verði Akranesbæ ekki eins hagsælt og undanfarin tvö ár. Má t.d. benda á beiðni um 38,2 mkr. aukaframlags til framfærslu og þjónustu frá Fjölskyldustofu í sömu fundargerð, samanber lið nr. 11, en þar er sótt um hækkun vegna ársins 2011 þar sem vísbendingar fyrstu þrjá mánuði ársins sýna verulega aukningu.

Allt þetta og fleira segir okkur það að það sé ekki rétt af bæjarstjórn að samþykkja ívilnanir til bæjarfulltrúa og dekurverkefni eins og vinabæjarsamstarf áður en launaskerðingar bæjarstarfsmanna hafa að fullu verið dregnar til baka. Uns betur árar í íslensku samfélagi þá teljum við að önnur verkefni séu brýnni en kynnisferðir fyrir bæjarfulltrúa og vinabæjarsamstarf."

Akranesi, 31. maí 2011.

Gunnar Sigurðsson (sign)

Einar Brandsson (sign)

Til máls tóku: HR, EBr, HR, bæjarstjóri, GPJ.

Fundargerðin lögð fram.

24.1.Ályktun aðalfundar Lögreglufélags Vesturlands

1104092

24.2.Viðbótarfjárveiting til tækjakaupa

1104087

24.3.Ársreikningur SSV 2010

1104093

24.4.Kynnisferð til Brussel 5.-9. júní.

1104132

24.5.Lífeyrissjóður Akraneskaupstaðar - ársreikningur 2010

1104091

24.6.Langisandur - útivistarsvæði.

1007074

24.7.Starfshópur um ferðamál

1011005

24.8.Markaðsstofa Vesturlands - samstarf sveitarfélaga

1102106

24.9.Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf. - tillaga

1105019

24.10.Ársreikningur 2010 - Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf.

1105018

24.11.Fjárhagsstaða stofnana 2011

1103148

24.12.Veikindi starfsmanna - umsóknir um viðbótarframlag

1003078

24.13.Norræn samvinna - þátttaka Akraneskaupstaðar

1105001

24.14.Afskriftir 2010

1012142

24.15.Ársreikningur 2010

1102168

24.16.Fjárhagsstaða stofnana 2011

1103148

24.17.Starfshópur um framkvæmdasamninga og/eða félagsaðstöðu við félagasamtök.

1101010

Forseti lagði til að næsti bæjarstjórnarfundur verði þann 21. júní n.k.
Samþykkt 9:0.

Fundi slitið - kl. 19:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00