Fara í efni  

Bæjarstjórn

1146. fundur 27. apríl 2012 kl. 16:00 - 16:04 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sveinn Kristinsson forseti bæjarstjórnar
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir aðalmaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Einar Benediktsson aðalmaður
  • Anna María Þórðardóttir varamaður
  • Elsa Lára Arnardóttir varamaður
  • Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
  • Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.OR - staðfesting eigenda vegna lána

1103053

Bréf Orkuveitu Reykjavíkur dags. 10. apríl 2012, Bréf bæjarráðs dags. 13.apríl 2012 og minnisblað fjármálastjóra Reykjavíkurborgar dags. 10. apríl 2012.

Forseti gerði grein fyrir eftirfarandi tillögu sem bæjarráð samþykkti á fundi sínum að leggja til við bæjarstjórn að yrði samþykkt:

"Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir hér með að veita Orkuveitu Reykjavíkur, sem sveitarfélagið á í samvinnu við önnur sveitarfélög, einfalda hlutfallslega ábyrgð vegna EUR 6.200.000 lántöku Orkuveitunnar hjá Lánasjóði sveitarfélaga, sbr. heimild í 2. mgr. 1. gr. laga, nr. 139/2001 um stofnun sameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykjavíkur, sbr. 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum.
Lán Orkuveitu Reykjavíkur er tekið til að endurfjármagna fráveituverkefni á Akranesi, Borganesi og Kjalarnesi sem fellur undir lánshæf verkefni sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Heildarfjárþörf verkefnisins er 5,8 milljarðar króna. Ábyrgð eigenda Orkuveitu Reykjavíkur nemur því ekki hærra hlutfalli en 80% af fjárþörf verkefnisins.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir hér með einnig að veita veð í tekjum sveitarfélagsins, til tryggingar ofangreindri ábyrgð, vegna lántöku Orkuveitu Reykjavíkur hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð EUR 6.200.000 fram til nóvember 2020. Er veðsetning þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 3. gr. reglugerðar um tryggingar Lánasjóðs sveitarfélaga í tekjum sveitarfélags nr. 123/2006.
Jafnframt er Jóni Pálma Pálssyni kt. 270754-3929 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að samþykkja f.h. Akraneskaupstaðar veitingu ofangreindrar veðtryggingar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu tryggingar þessarar."

Til máls tók: SK,

Tillagan samþykkt 9:0.

Fundi slitið - kl. 16:04.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00