Fara í efni  

Bæjarstjórn

1156. fundur 27. nóvember 2012 kl. 17:00 - 18:10 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sveinn Kristinsson forseti bæjarstjórnar
  • Gunnar Sigurðsson aðalmaður
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir aðalmaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Dagný Jónsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Einar Benediktsson aðalmaður
  • Jón Pálmi Pálsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarstjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar lagði til í upphafi fundar að fundurinn verði lokaður í ljósi umræðna um skipuritsmál.
Samþykkt 9:0.

1.Breyting á stjórnskipulagi Akraneskaupstaðar.

1206088

Hugmyndir starfshóps um breytingu á stjórnskipulagi Akraneskaupstaðar teknar til umræðu.

Framkomnum tillögum um breytingar er vísað til afgreiðslu og umræðu næsta bæjarstjórnarfundar.

2.Grenjar - hafnarsvæði, deiliskipulag.

1202219

Bréf byggingar- og skipulagsfulltrúa dags. 26. nóvember 2012 vegna deiliskipulags Grenja - hafnarsvæðis, með eftirfarandi bókun:
Breytingar hafa verið gerðar á tillögunni í samræmi við ábendingar Skipulagsstofnunar. Vegna formgalla á auglýsingu deiliskipulagsins og breytinga sem gerðar voru á deiliskipulaginu eftir auglýsingaferli, leggur skipulags- og umhverfisnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst að nýju.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar um að deiliskipulagstillagan verði auglýst til kynningar. Samþykkt 6:0.

SK, GPJ og Einar Br tóku ekki þátt í afgreiðslu málsins með vísan til hæfisreglna sveitarstjórnarlaga.

Fundi slitið - kl. 18:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00