Fara í efni  

Bæjarstjórn

1403. fundur 26. nóvember 2024 kl. 17:00 - 17:33 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
  • Einar Brandsson 1. varaforseti
  • Ragnar B. Sæmundsson 2. varaforseti
  • Þórður Guðjónsson aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson aðalmaður
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Liv Aase Skarstad aðalmaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.
Gerir að tillögu sinni að fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 5. nóvember 2024 sbr. fundarlið nr. 3, verði tekin af dagskrá fundarins þar sem fundargerðin var lögð fram á síðasta fundi bæjarstjórnar.

Engar athugasemdir gerðar af hálfu fundarmanna og telst tillagan því samþykkt.

1.FIMÍA - beiðni um búnaðarkaup

2410229

Bæjarráð samþykkti viðauka nr. 24 á fundi sínum þann 14. nóvember 2024.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka nr. 24 við fjárhagsáætlun ársins 2024, samtals að fjárhæð kr. 7.070.000 sem færð verð á deild 06520-4660 og mætt með tilfærslu fjármagns af launaliðum sömu deildar.

Samþykkt 9:0

Um er að ræða fjármagn til endurnýjunar á dansgólfi og kaup á sérstökum "lendingarbúnaði" til að mæta kröfum Fimleikasambands Íslands svo unnt sé að halda Íslandsmót í fimleikahúsinu.
Fylgiskjöl:

2.Fundargerðir 2024 - bæjarráð

2401002

3579. fundargerð bæjarráðs frá 21. nóvember 2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Fundargerðir 2024 - velferðar- og mannréttindaráð

2401003

235. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 19. nóvember 2024.
Til máls tók:
KHS um dagskrárlið nr. 6.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Fundargerðir 2024 - skóla- og frístundaráð

2401004

250. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 20. nóvember 2024.
Til máls tóku:
JMS um dagskrárlið nr. 3.
ÞG um dagskrárlið nr. 3.
LÁS um dagskrárlið nr. 3.
VLJ úr stóli forseta um dagskrárlið nr. 3.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Fundargerðir 2024 - skipulags- og umhverfisráð

2401005

314. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 18. nóvember 2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2024 - Samband íslenskra sveitarfélaga tilkynningar

2401028

955. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15. nóvember 2024.
Til máls tók:
EBr um fundargerðina almennt þar sem nafn hans vantar á lista yfir fundarmenn.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:33.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00