Fara í efni  

Bæjarstjórn

1392. fundur 09. apríl 2024 kl. 17:00 - 18:20 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
 • Einar Brandsson 1. varaforseti
 • Ragnar B. Sæmundsson 2. varaforseti
 • Líf Lárusdóttir aðalmaður
 • Guðmundur Ingþór Guðjónsson aðalmaður
 • Liv Aase Skarstad aðalmaður
 • Aníta Eir Einarsdóttir varamaður
 • Jónína Margrét Sigmundsdóttir aðalmaður
 • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstóri
Dagskrá

1.Miðlægur tölvubúnaður - endurnýjun og áframhaldandi rekstur

2401329

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 15. febrúar 2024 viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun ársins 2024 samtals að fjárhæð kr. 2.822.000, mætt með tilfærslu fjárheimildar af deild 20830-4660 og á deild 21670-4660.

Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun ársins 2024. Viðaukinn er að fjárhæð kr. 2.822.000 og er mætt með tilfærslu fjárheimilda af deild 20830-4660 og á deild 21670-4660.

Samþykkt 9:0

2.Reglur um stuðnings- og stoðþjónustu Akraneskaupstaðar

2311388

Endurskoðun á reglum um stuðnings- og stoðþjónustu hefur staðið yfir á velferðar- og mannréttindasviði. Við endurskoðun verður reglunum skipt upp, annars vegar reglur fyrir fullorðna og hins vegar reglur fyrir börn og fjölskyldur þeirra.

Drög að reglunum hafa áður verið kynnt fyrir öldungaráði og notendaráði án athugasemda. Velferðar- og mannréttindaráð samþykkti reglur um stuðnings- og stoðþjónustu fullorðinna á fundi sínum þann 5. mars sl. og bæjarráð þann 21. mars sl.
Bæjarstjórn samþykkir reglur um stuðnings- og stoðþjónustu Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 9:0

3.Beykiskógar 17 - starfsmannaíbúð

2101248

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 21. mars 2024 viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun ársins 2024 samtals að fjárhæð 2,5 m.kr., fært á deild 02270-4660 og mætt með auknum tekjum úr Jöfnunarsjóði (deild 00080-0185). Um er að ræða kostnað til að bæta aðstöðu starfsfólks við búsetukjarnann að Beykiskógum 17.

Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun ársins 2024. Viðaukinn er að fjárhæð 2,5 m.kr., fært á deild 02270-4660 og mætt með auknum tekjum úr Jöfnunarsjóði (deild 00080-0185).

Samþykkt 9:0

4.Fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2025-2027

2306146

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 7. apríl 2024 lækkun tiltekinna gjaldskráa vegna ársins 2024 með gildistíma frá 1. maí nk.

Lækkunin tekur til tiltekinna gjaldskráa vegna barnafjölskyldna og tengist aðgerðum sveitarfélaga til að liðka til fyrir gerð langtímakjarasamninga á vinnumarkaði.

Heildaráhrif ákvörðunar á fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar vegna ársins 2024 er kr. 7.429.000 og er mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi ársins 2024.

Bæjarráð samþykkti viðauka nr. 6 vegna ofangreinds skv. meðfylgjandi fylgiskjal og vísaði til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun ársins 2024. Viðaukinn er að fjárhæð kr. 7.429.000 og mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi ársins 2024.

Samþykkt 9:0

5.Álfalundur 31-43 - umsókn til skipulagsfulltrúa

2403206

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum þann 4. apríl 2024 að leggja til við bæjarstjórn Akraness að breytingin verði samþykkt skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga og 3.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagsbreytingu vegna Álfalundar 31-43 sem send verði Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni fellur á lóðarhafa.

Samþykkt 9:0

6.Leyfi frá störfum í bæjarstjórn

2404056

Líf Lárusdóttir óskar eftir að fara í leyfi frá störfum í bæjarstjórn og bæjarráði frá 22. apríl 2024 til 28. febrúar 2025.

Lagt er til að gefið verði út kjörbréf aðalbæjarfulltrúa til handa Þórði Guðjónssyni varabæjarfulltrúa til samræmis við leyfisósk Lífar Lárusdóttur.

Lagt er til að gefið verið út kjörbréf varabæjarfulltrúa til handa Guðmundi Júlíussyni til samræmis við leyfisósk Lífar Lárusdóttur. Bergþóra Ingþórsdóttir skipaði 9 sæti á lista Sjálfstæðisflokksins við sveitarstjórnarkosningar þann 14. maí 2022 en hún er nú með lögheimili í öðru sveitarfélagi og því ekki kjörgeng.
Bæjarstjórn samþykkir leyfisbeiðni Lífar Lárusdóttur vegna tímabilsins 22. apríl 2024 til og með 28. febrúar 2025.

Samþykkt 9:0

Nýtt kjörbréf aðalbæjarfulltrúa verður gefið út til handa Þórði Guðjónssyni af yfirkjörstjórn Akraness í samræmi við niðurstöðu sveitarstjórnarkosninganna þann 14. maí 2022. Þórður Guðjónsson skipaði fimmta sæti á lista framboðs Sjálfstæðisflokksins (D) á Akranesi en framboðið fékk þrjá kjörna bæjarfulltrúa.

Nýtt kjörbréf varabæjarfulltrúa verður gefið út til handa Guðmundi Júlíussyni af yfirkjörstjórn Akraness í samræmi við niðurstöðu sveitarstjórnarkosninganna þann 14. maí 2022 en hann skipaði 10 sæti á lista framboðs Sjálfstæðisflokksins (D) á Akranesi.

7.Kosning í ráð og nefndir tímabilið 2022 - 2026

2206003

Líf Lárusdóttir hefur óskað eftir leyfi frá 22. apríl 2024 til 28. febrúar 2025.

Lagt er til að Einar Brandsson komi inn í bæjarráð í hennar stað og gegni formennsku í ráðinu og Guðmundur Ingþór Guðjónsson komi inn sem varamaður.

Lagt er til að Ragnheiður Helgadóttir taki sæti Einars Brandssonar í skóla- og frístundaráði en Einar verði varamaður.
Forseti ber upp málsmeðferðartillögu um að ákvörðun um skipan í skóla- og frístundaráð verði frestað til næsta fundar og opnar á umræðu um þá tillögu.

RBS gerir athugasemdir við tillögu forseta og óskar eftir að um málið verði fjallað til samræmis við útsenda dagskrá fundarins.

VLJ úr stóli forseta og segir mörg dæmi þess að mál sem hafi verið í útsendri dagskrá bæjarstjórnarfunda sé frestað.

EBr gerir nánari grein ástæðum þess að málsmeðferðartillagan sé sett fram.

Forseti ber upp til atkvæðagreiðslu frestun á skipan í skóla- og frístundaráð í tengslum við samþykkta leyfisbeiðni bæjarfulltrúans Lífar Lárusdóttur.

Samþykkt 6:3 (VLJ/KHS/JMS/LL/GIG/EBr):(RBS/LÁS/AEE)

RBS óskar eftir að fá að tjá sig um orð EBr í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar um málsmeðferðartillögu forseta og heimilar forseti bæjarfulltrúanum það.
RBS, EBr og LÁS.

Forseti spyr hvort ósk sé hjá bæjarfulltrúum um að tjá sig frekar um málið.
RBS, KHS, EBr, VLJ, RBS, KHS og EBr.

Forseti setur fram tillögu um að Einar Brandsson taki sæti í bæjarráði í stað Lífar Lárusdóttur tímabilið frá 22. apríl 2024 til og með 28. febrúar 2025 og gegni formennsku í ráðinu.

Forseti opnar á umræðu um tillöguna.
RBS, EBr, KHS, VLJ úr stóli forseta og LÁS.

Samþykkt: 6:3 (VLJ/KHS/JMS/LL/GIG/EBr):(RBS/LÁS/AEE)

Forseti setur fram tillögu um að Guðmundur Ingþór Guðjónsson taki sæti varamanns í bæjarráði stað Einars Brandssonar tímabilið frá 22. apríl 2024 til og með 28. febrúar 2025.

Samþykkt 6:3 (VLJ/KHS/JMS/LL/GIG/EBr):(RBS/LÁS/AEE)

8.Fundargerðir 2024 - bæjarráð

2401002

3559. fundur bæjarráðs, þann 7. apríl 2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2024 - skóla- og frístundaráð

2401004

237. fundur skóla- og frístundaráðs frá 3. apríl 2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2024 - skipulags- og umhverfisráð

2401005

293. fundur skipulags- og umhverfisráðs frá 4. apríl 2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2024 o.fl. - Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

2401023

143. fundur stjórnar Höfða frá 22. janúar 2024.

144. fundur stjórnar Höfða frá 4. apríl 2024.HB þurfti að víkja af fundi vegna starfstengdra verkefna.

Til máls tók:
EBr, um fundargerð nr. 144, dagskrárliði nr. 1, nr. 4 og nr. 7

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:20.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00