Fara í efni  

Bæjarstjórn

1391. fundur 26. mars 2024 kl. 17:00 - 18:55 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
  • Einar Brandsson 1. varaforseti
  • Líf Lárusdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson aðalmaður
  • Liv Aase Skarstad aðalmaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Magni Grétarsson varamaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Heildarstefna OR

2401209

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 25. janúar sl. að vísa stefnu Orkuveitu Reykjavíkur, sem samþykkt var í stjórn OR þann 18. desember sl., til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar. Settur var sá fyrirvari við ákvörðunina að ekki væri þörf á að stefnan færi aftur fyrir bæjarráð eftir eigendafund sem yrði nú í byrjun febrúar.
Til máls tóku: EB, og VLJ úr stóli forseta fór yfir innihald stefnunnar. Bæjarstjórn Akraness samþykkir heildarstefnu OR og fagnar sérstaklega þeim áformum sem þar koma fram um að sjálfbær og fjölbreytt orkuframleiðsla verði aukin umtalsvert í markvissum skrefum á næstu árum. Samþykkt 9:0

2.Kosning í ráð og nefndir tímabilið 2022 - 2026

2206003

Skipa þarf nýjan varamann Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn í stað Sigríðar Elínar Sigurðardóttur sem flutt hefur úr sveitarfélaginu.

Sigríður Elín er varamaður í skóla- og frístundaráði og er lagt til að Ragnheiður Helgadóttir verði varamaður í hennar stað.

Anna María Þráinsdóttir afþakkar að vera varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vegna starfa sinna á skipulags- og umhverfissviði og er því næsti maður á lista varamaður.
Fyrsti varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins verður því í stað Sigríðar, Þórður Guðjónsson, næst Ragnheiður Helgadóttir og þar næst Einar Örn Guðnason.

Nýtt kjörbréf verður gefið út til handa varabæjarfulltrúanum Einari Erni Guðnasyni af yfirkjörstjórn Akraneskaupstaðar í samræmi við niðurstöðu sveitarstjórnarkosninganna 14. maí 2022 en Einar Örn skipaði 8. sæti á lista framboðs Sjálfstæðisflokksins (D) en framboðið fékk þrjá kjörna bæjarfulltrúa.

Samþykkt: 9:0

Í skóla- og frístundaráði verði Ragnheiður Helgadóttir varamaður í stað Sigríðar Elínar.

Samþykkt 9:0

3.Fundargerðir 2024 - bæjarráð

2401002

3557. fundargerð bæjarráðs frá 12. mars 2024.

3558. fundargerð bæjarráðs frá 21. mars 2024.
Til máls tóku: LL um fundargerð nr. 3558, dagskrárlið nr. 1. EB, um fundargerð nr. 3557, dagskrárliði nr. 3. og 9. og fundargerð nr. 3558, dagskrárliði nr. 2. og 1. LAS, um fundargerð nr. 3557, dagskrárlið nr. 3, og um fundargerð nr. 3558, dagskrárlið nr. 1. KHS um fundargerð nr. 3557, dagskrárliði nr. 3. og 4. og um fundargerð nr. 3558, dagskrárliði nr. 1. og nr. 4. LL um fundargerð nr. 3558, dagskrarlið nr. 1. EB um fundargerð nr. 3557, dagskrárlið nr. 3., og fundargerð nr. 3558, dagskrárlið nr. 1. LAS um fundargerð nr. 3558, dagskrárlið nr. 1. VLJ úr stóli forseta um fundargerð nr. 3557, dagskrárlið nr. 3. og um fundargerð nr. 3558, dagskrárlið nr. 1.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

4.Fundargerðir 2024 - velferðar- og mannréttindaráð

2401003

222. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 19. mars 2024.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

5.Fundargerðir 2024 - skóla- og frístundaráð

2401004

236. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 20. mars 2024.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2024 - skipulags- og umhverfisráð

2401005

Fundargerð 291. fundar skipulags- og umhverfisráðs haldinn 18. mars sl.
Til máls tóku: LAS um dagskrárlið nr. 2., GIG um dagskrárlið nr. 2. LAS um dagskrárlið nr. 2. SAS um dagskrárlið nr. 2. KHS um dagskrárlið nr. 9. EB um dagskrárlið nr. 2. GIG um dagskrárlið nr. 2. og 9. LAS um dagskrárlið nr. 2. EB um dagskrárlið nr. 2. JMS um dagskrárlið nr. 2. Fundargerð lögð fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2024 - Heilbrigðisnefnd Vesturlands og fylgiskjöl

2401025

188. fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vesturlands_undirrituð frá 11.03.2024.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2024 - Samband íslenskra sveitarfélaga tilkynningar

2401028

945. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. febrúar 2024.

946. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15. mars 2024.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:55.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00