Fara í efni  

Bæjarstjórn

1377. fundur 22. ágúst 2023 kl. 17:00 - 18:12 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
 • Einar Brandsson 1. varaforseti
 • Ragnar B. Sæmundsson 2. varaforseti
 • Líf Lárusdóttir aðalmaður
 • Guðmundur Ingþór Guðjónsson aðalmaður
 • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
 • Liv Aase Skarstad aðalmaður
 • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
 • Anna Sólveig Smáradóttir varamaður
Starfsmenn
 • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar að loknu sumarleyfi bæjarstjórnar.

Forseti leggur til að dagskrárliður nr. 4, sbr. mál nr. 2201150, verði tekin af dagskrá.

Samþykkt 9:0

1.Deiliskipulag Garðalundar og Lækjarbotna - Breyting skipulagsmörk

2308082

Breyting á deiliskipulagi Garðarlundar og Lækjarbotna felst í að skipulagsmörk eru færð til samræmis við breytingu á deiliskipulagi Skógarhverfis 5. áfanga, þar sem afmörkuð er lóð fyrir dælustöð fráveitu við Lækjarskóga norðan íbúðarbyggðar. Jafnframt eru sett inn ofanvatnslausnir til samræmis við deiluskipulag Skógarhverfis 5. áfanga.Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin á deiliskipulagi sé óveruleg í skilningi skipulagslaga. Málsmeðferð verði samkvæmt 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir breytingar á deiliskipulagi Garðalundar og Lækjarbotna sem felst í að skipulagsmörk eru færð til breytingu á Deiliskipulagi Skógarhverfis 5. áfanga þar sem afmörkuð er lóð fyrir dælustöð fráveitu við Lækjarskóga norðan íbúðarbyggðar og jafnframt eru sett inn ofanvatnslausnir til samræmis við deiluskipulag Skógarhverfis 5. áfanga.

Samþykkt 9:0

2.Aðalskipulag Akraness 2021-2033 breyting - Stækkun Skógarhverfis

2308083

Minniháttar breyting á Aðalskipulagi Akraness 2021-2033 þar sem gert verði ráð fyrir nýrri dælustöð fráveitu við Lækjarskóga norðan íbúðarbyggðar í 5. áfanga Skógarhverfis. Breytingin er gerð samhliða breytingum á deiliskipulagi á Skógarhverfi 5. áfanga og á deiliskipulagi Garðalundar og Lækjarbotna. Skilgreindur er nýr landnotkunarreitur I-243 fyrir veitumannvirkið.Skipulags og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin á aðalskipulagi sé óveruleg í skilningi skipulagslaga. Málsmeðferð verði samkvæmt 2. mgr 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2021-2033 þar sem gert verði ráð fyrir nýrri dælustöð fráveitu við Lækjarskóga norðan íbúðarbyggðar í 5. áfanga Skógarhverfis og er breytingin gerð samhliði breytingum á deiliskipulagi Skógarhverfi 5. áfanga og deiliskipulagi Garðalundar og Lækjarbotna. Skilgreindur er nýr landnotkunarreitur I-243 fyrir veitumannvirkið.

Samþykkt 9:0

3.Kalmansvellir 4b - umsókn til skipulagsfulltrúa

2210031

Umsókn ISH ehf um breytingar á skipulagi Smiðjuvalla. Sótt er um að skilgreina byggingarreit fyrir 600 m² atvinnuhúsnæði eða 30,0m X 24,0m, nýtingarhlufall helst óbreytt 0,5. Sex bílastæðum verður komið fyrir innan lóðar eða 1 bílastæði á 100 m², aðkoma að lóð helst óbreytt. Hámarkshæð nýbyggingar verður 8,0 m. Byggingarleyfið var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagsslaga nr. 123/2010 frá 19. júní til 19. júlí 2023 fyrir eigendum Kalmansvalla 1A, 3, 4A, 5, 6 og Smiðjuvalla 1 og 3. Þrjú samþykki bárust.Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð í umboði bæjarstjórnar að samþykkja áform grenndarkynningar, senda á Skipulagsstofnun og auglýsa breytingar á skipulagi í B-deild Stjórnartíðinda.
Til máls tóku:
SAS sem leggur fram eftirfarandi bókun:

Bæjarfulltrúar Framsóknar og frjálsra munu ekki greiða atkvæði með þessum fyrirhuguðum breytingum á skipulagi Kalmansvalla. Um er að ræða skilgreint þróunarsvæði í Aðalskipulagi Akraness 2021 -2033, skipulag sem samþykkt var af þessari bæjarstjórn 25. október 2022. Vinna við deiliskipulagsramma svæðisins er hafin en eftir er að útfæra deiliskipulag einstakra reita innan þess ramma. Í slíkri vinnu er farið nánar út í byggingarreiti, byggingarmagn, húsahæðir eða íbúðafjölda o.s.frv. Að okkar mati erum við að taka ótímabæra ákvörðun um breytingu á skipulagi þegar við höfum ekki klárað deiliskipulag reitsins innan deiliskipulagsrammans.

Jafnframt er verðugt að minnast á það hversu fordæmisgefandi þessi ákvörðun er, með því að heimila byggingareit svo nálægt nærliggjandi lóðum, annars vegar 1 meter til suðurs og 3 metra til austurs. Önnur fordæmi eru fyrir þessu á svæðinu en þau eru fyrir okkar tíð og ættum við ekki að vera að taka sömu ákvarðanir hér þar sem tíminn hefur kennt okkur m.t.t. brunavarna. Við skipulag þarf að vanda vel til verka og hér teljum við að svo sé ekki gert. Við eigum að tryggja rétta vegferð í þessum málum og byrja á réttum stað en ekki öfugum enda eins og hér er því miður verið að gera.

Undir þetta skrifa:

Ragnar B Sæmundsson (sign)
Liv Åse Skarstad (sign)
Sædís Alexía Sigurmundsdóttir (sign)

Framhald umræðu:

EBr, GIG og RBS.
Bæjarstjórn samþykkir breytingu á skipulagi Smiðjuvalla sem felst í að skilgreina byggingarreit fyrir 600 fermetra fyrir atvinnuhúsnæði (30,0 m x 24,0 m) þar sem hámarkshæð byggingarinnar verði 8,0 m og nýtingarhlutfall lóðar verði óbreytt. Breytingin verði send Skipulagsstofnun og birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 6:3 (VLJ/LL/GIG/ASS/KHS:RBS/LÁS/SAS)

4.Fundargerðir 2023 - bæjarráð

2301002

3536. fundargerð bæjarráðs frá 15. júní 2023.

3537. fundargerð bæjarráðs frá 29. júní 2023.

3538. fundargerð bæjarráðs frá 11. júlí 2023.

3539. fundargerð bæjarráðs frá 10. ágúst 2023.
Til máls tóku
LL um fundargerð nr. 3536, dagskrárlið nr. 7.
LL um fundargerð nr. 3537, dagskrárlið nr. 10.
LL um fundargerð nr. 3538 dagskrárlið nr. 7.
LL um fundargerð nr. 3539, dagskrárlið nr. 6.
SAS um fundagerð nr. 3536, dagskrárlið nr. 2.

Fundargerðinar lagðar fram til kynningar.

5.Fundargerðir 2023 - velferðar- og mannréttindaráð

2301003

206. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 20. júní 2023.

207. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 4. júlí 2023.

208. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 15. ágúst 2023.
Til máls tóku:
KHS um fundargerð nr. 207, dagskrárliði nr. 1 og nr. 2.
KHS um fundargerð nr. 208, dagskrárlið nr. 3.
EBr um fundargerð nr. 208, dagskrárlið nr. 3.

Fundargerðinar lagðar fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2023 - skóla- og frístundaráð

2301004

218. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 4. júlí 2023.

219. undargerð skóla- og frístundaráðs frá 12. júlí 2023.

220. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 2. ágúst 2023.

221. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 16. ágúst 2023.
Til máls tóku:

EBr um fundargerð nr. 220, dagskrárliði nr. 1 og nr. 3.
EBr um fundargerð nr. 221 dagskrárliði nr. 1 og nr. 2.
KHS um fundargerð nr. 221, dagskrárlið nr. 2.
LÁS um hátíðina Hinssegin Vesturland sem haldin var á Akranesi fyrr í sumar.
Lás fundargerð nr. 220, dagskrárliði nr. 1 og nr. 2.
LÁS um fundargerð nr. 221, dagskrárlið nr. 2.

Fundargerðinar lagðar fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2023 - skipulags- og umhverfisráð

2301005

269. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 19. júní 2023.

270. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 3. júlí 2023.

271. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 17. júlí 2023.

272. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 1. ágúst 2023.

273. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 14. ágúst 2023.
Til máls tóku:
GIG um fundargerð nr. 269, dagskrárlið nr. 1.
GIG um fundargerð nr. 270, dagskrárliði nr. 3 og nr. 15.
GIG um fundargerð nr. 271, dagskrárliði nr. 1, nr. 16 og nr. 17.
GIG um fundargerð nr. 272, dagskrárlið nr. 5.
KHS um fundargerð nr. 269, dagskrárlið nr. 3.

Fundargerðinar lagðar fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2023 - Samband íslenskra sveitarfélaga tilkynningar

2301031

929. fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 9. júní 2023.

930. fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 15. júní 2023.

931. fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 22. júní 2023.
Fundargerðinar lagðar fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2023 - Faxaflóahafnir

2301018

231. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 19. apríl 2023.

232. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 26. maí 2023.
Til máls tók:
RBS um skil á fundargerðum stjórnar Faxaflóahafna almennt til Akraneskaupstaðar.

Fundargerðinar lagðar fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2023 - Orkuveita Reykjavíkur

2301019

333. fundargerð stjórnar OR frá 27. mars 2023.

334. fundargerð stjórnar OR frá 24. apríl 2023.
Til máls tók:
Forseti sem óskar eftir afleysingu 1. varaforseta.
EBR, tekur við stjórn fundarins.

VLJ um skil á fundargerðum stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur almennt til Akraneskaupstaðar.
VLJ um fundargerð nr. 334, dagskrárlið nr. 3.

Fundargerðinar lagðar fram til kynningar.

VLJ tekur að nýju við stjórn fundarins.

11.Fundargerðir 2023 - Heilbrigðisnefnd Vesturlands og fylgiskjöl

2301017

181. fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 8. maí 2023.

182. fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 12. júní 2023.

183. fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 14. júní 2023.

184. fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 11. júlí 2023.
Fundargerðinar lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:12.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00